Innlent

Verkföll samþykkt með góðum meirihluta

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá baráttufundi Eflingar í Iðnó í dag.
Frá baráttufundi Eflingar í Iðnó í dag. vísir/vilhelm

Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu en atkvæðagreiðslu lauk klukkan 18 í kvöld. Hótelstarfsfólk á Edition hótelinu og hjá Berjaya hótelkeðjunni samþykktu aðgerðir með tæplega 82 prósent atkvæða. Alls voru 487 á kjörskrá. Þar af greiddu 255 atkvæði eða rúm 52 prósent. 209 samþykktu, 40 höfnuðu og 6 tóku ekki afstöðu.

Bifreiðastjórar Samskipa, Olíudreifingar og Skeljungs samþykktu einnig að leggja niður störf með um 84 prósent atkvæða. 57 greiddu atkvæði eða 77 prósent af þeim 74 Eflingarfélögum sem voru á kjörskrá. 48 greiddu atkvæði með, 7 á móti og 2 tóku ekki afstöðu.

Verkfall er þegar hafið hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf á hádegi í dag og söfnuðust saman í Iðnó í dag til baráttufundar stéttarfélagsins.

Frétt Stöðvar 2:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×