Frímerkja- og myntsafnarar slegnir eftir innbrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2023 19:24 Í peningaskápnum var ekki að finna mikil verðmæti. Aðsend Innbrotsþjófar gripu svo gott sem í tómt eftir að hafa brotist inn í húsnæði Landssambands íslenskra frímerkjasafnara og brotið upp peningaskáp. Formaður landssambandsins segir fjárhagslegt tjón ekki svo mikið, en öllu verra sé tilfinningalega tjónið við að ráðist sé inn á mann með þessum hætti. „Það var um hádegið í gær sem komið var að þessu,“ segir Gísli Geir Harðarson, formaður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara sem heldur utan um húsið. Þjófurinn eða þjófarnir hafi hins vegar haft lítið upp úr innbrotinu. „Það virðist vera algjörlega hverfandi. Þetta er í raun bara félagsheimili og bókasafn. Það er þarna kompa og svo tveir peningaskápar sem myntsafnara- og frímerkjafélögin eiga. En þeir eru bara þarna, það er ekki mikið í þessu. Það voru einhverjar restar af einhverjum minnispening sem virðast hafa verið teknar, bara til að taka eitthvað. Ég get ímyndað mér að það hafi verið svolítil vonbrigði að opna skápinn og sjá að það væri ekkert í honum,“ segir Gísli. Hann segir það sjaldan gerast að mjög verðmætir munir séu geymdir í húsinu. „Þetta er meira bara læst hirsla heldur en að menn séu raunverulega að nota þetta sem peningaskáp undir einhver verðmæti.“ Hér má sjá geymsluna sem brotist var inn í.Aðsend Einhver hafi talið sig geta komist í feitt Ekki liggur fyrir hver eða hverjir stóðu að baki innbrotinu. „Við erum með opið hús alla laugardaga og svo er myntsafnarafélagið með opið hús einu sinni í mánuði. Þannig að þetta er líklega einhver sem hefur komið þarna og séð að það væri skápur þarna og talið sig vera að komast í feitt. Það er í það minnsta það sem okkur grunar,“ segir Gísli. Þó að þeir munir sem hafðir voru á brott hafi ekki haft mikið verðgildi þá varð einnig tjón á húsnæðinu sjálfu. „Skápurinn er ónýtur og svo er búið að brjóta upp allar hurðir sem eru læstar. Annað tjón virðist vera í lágmarki,“ segir Gísli, sem segir ekki liggja fyrir hversu mikið tjónið er nákvæmlega. Það verði tekið saman í vikunni. „Það er meira bara leiðinlegt að þurfa að standa í þessu. Frekar tilfinnanlegt tjón heldur en fjárhagslegt, það er alltaf sjokk þegar það er ráðist inn á mann,“ segir Gísli. Mikil gróska í frímerkjaheimum Búið var að brjóta upp læstar dyr.Aðsend Þó að þrjótarnir hafi ekki haft mikið upp úr innbrotinu segir Gísli að í frímerkjaheimum sé nokkuð um dýr frímerki sem gangi kaupum og sölum. „Við vorum með stórt frímerkjauppboð á netinu, safnari.is, þar voru að minnsta kosti fjórir hlutir sem seldust á um hálfa milljón hver um þarsíðustu helgi. Þannig að það er gróska í þessu.“ Gísli bætir við að í Covid hafi margir safnarar sem höfðu hætt að stunda áhugamálið snúið aftur. „Þegar menn voru búnir að taka fjórum sinnum til í geymslunni og rekast á safnið sitt þá hafa þeir ákveðið að halda áfram. Þetta var kannski ein af jákvæðu hliðunum við Covid,“ segir Gísli að lokum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
„Það var um hádegið í gær sem komið var að þessu,“ segir Gísli Geir Harðarson, formaður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara sem heldur utan um húsið. Þjófurinn eða þjófarnir hafi hins vegar haft lítið upp úr innbrotinu. „Það virðist vera algjörlega hverfandi. Þetta er í raun bara félagsheimili og bókasafn. Það er þarna kompa og svo tveir peningaskápar sem myntsafnara- og frímerkjafélögin eiga. En þeir eru bara þarna, það er ekki mikið í þessu. Það voru einhverjar restar af einhverjum minnispening sem virðast hafa verið teknar, bara til að taka eitthvað. Ég get ímyndað mér að það hafi verið svolítil vonbrigði að opna skápinn og sjá að það væri ekkert í honum,“ segir Gísli. Hann segir það sjaldan gerast að mjög verðmætir munir séu geymdir í húsinu. „Þetta er meira bara læst hirsla heldur en að menn séu raunverulega að nota þetta sem peningaskáp undir einhver verðmæti.“ Hér má sjá geymsluna sem brotist var inn í.Aðsend Einhver hafi talið sig geta komist í feitt Ekki liggur fyrir hver eða hverjir stóðu að baki innbrotinu. „Við erum með opið hús alla laugardaga og svo er myntsafnarafélagið með opið hús einu sinni í mánuði. Þannig að þetta er líklega einhver sem hefur komið þarna og séð að það væri skápur þarna og talið sig vera að komast í feitt. Það er í það minnsta það sem okkur grunar,“ segir Gísli. Þó að þeir munir sem hafðir voru á brott hafi ekki haft mikið verðgildi þá varð einnig tjón á húsnæðinu sjálfu. „Skápurinn er ónýtur og svo er búið að brjóta upp allar hurðir sem eru læstar. Annað tjón virðist vera í lágmarki,“ segir Gísli, sem segir ekki liggja fyrir hversu mikið tjónið er nákvæmlega. Það verði tekið saman í vikunni. „Það er meira bara leiðinlegt að þurfa að standa í þessu. Frekar tilfinnanlegt tjón heldur en fjárhagslegt, það er alltaf sjokk þegar það er ráðist inn á mann,“ segir Gísli. Mikil gróska í frímerkjaheimum Búið var að brjóta upp læstar dyr.Aðsend Þó að þrjótarnir hafi ekki haft mikið upp úr innbrotinu segir Gísli að í frímerkjaheimum sé nokkuð um dýr frímerki sem gangi kaupum og sölum. „Við vorum með stórt frímerkjauppboð á netinu, safnari.is, þar voru að minnsta kosti fjórir hlutir sem seldust á um hálfa milljón hver um þarsíðustu helgi. Þannig að það er gróska í þessu.“ Gísli bætir við að í Covid hafi margir safnarar sem höfðu hætt að stunda áhugamálið snúið aftur. „Þegar menn voru búnir að taka fjórum sinnum til í geymslunni og rekast á safnið sitt þá hafa þeir ákveðið að halda áfram. Þetta var kannski ein af jákvæðu hliðunum við Covid,“ segir Gísli að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira