Lífið

PewDiePie á von á barni

Bjarki Sigurðsson skrifar
PewDiePie og Marzia eiga von á sínu fyrsta barni.
PewDiePie og Marzia eiga von á sínu fyrsta barni.

Sænska YouTube-stjarnan PewDiePie á von á barni með eiginkonu sinni Marzia Kjellberg. Þau búa nú saman í Japan.

PewDiePie heitir réttu nafni Felix Kjellberg en hann var fyrsti einstaklingurinn til að ná yfir hundrað milljónum áskrifenda á YouTube. Í langan tíma var hann vinsælastur á miðlinum en nú hefur MrBeast tekið yfir hann og er með 128 milljón áskrifenda. 

Felix og Marizia eiga von á sínu fyrsta barni en þau giftu sig árið 2019. Þau greindu frá óléttunni á viðeigandi hátt, með því að birta YouTube-myndband. 

„Ég er að verða pabbi. Ég er svo spenntur. Mér finnst þetta smá skrítið, ég er að fara í eitthvað nýtt. En mér líður eins og ég sé tilbúinn og Marzia líður líka þannig,“ segir PewDiePie í myndbandinu. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


×