Innlent

Björguðu kettlingum úr brennandi hús­næði

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Íbúðarhúsnæði í Garðabæ er illa farið eftir að eldur kom upp þar í gær
Íbúðarhúsnæði í Garðabæ er illa farið eftir að eldur kom upp þar í gær Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu sinnti níu útköllum með dælubílum síðasta sólarhringinn. Eldur kom upp í íbúðarhúsnæði í Garðabæ þar sem íbúar komust út af sjálfsdáðum en slökkvilið bjargaði kettlingum út úr húsnæðinu.

Eldurinn kom upp í svefnherbergi í íbúðinni. Í tilkynningu á Facebook síðu slökkviliðsins segir að íbúar hafi gert rétt með því að loka herberginu.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölmörgum verkefnum í gær en alls voru sjúkrabifreiðar boðaðar 102 sinnum. Af þeim voru þrjátíu forgangsverkefni, tuttugu og tvær eftir miðnætti.

„ALLIR ÚT AÐ VINNA OG BRJÁLAÐ AÐ GERA“, segir í stöðufærslu á Facebook síðu slökkviliðsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.