Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Ríflega 400 börn búa við ótryggar húsnæðisaðstæður í Reykjavík og eru nánast tvöfalt fleiri en árið áður. Við ræðum við borgarfulltrúa minnihlutans sem segir ekki hægt að fela sig á bak við stöðuna í samfélaginu og kallar eftir meiri skynsemi af hálfu meirihlutans.

Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að heilbrigðiskerfið, sem þegar er komið að þolmörkum, verði að bregðast við spám um krabbamein. Þrátt fyrir sláandi spá sé ekkert meitlað í stein.

Von er á enn einni lægðinni því gular viðvaranir eru í gildi fyrir morgundaginn og fólk beðið um að fara með gát. Hætta er á flóðum og skriðuföllum. 

Við skoðum orustuþotur af gerðinni F-35 sem nú sinna loftrýmisgæslu á Íslandi á vegum Atlantshafsbandalagsins, hittum par sem á von á þríburum og verðum í beinni útsendingu frá sirkussýningu í Laugardalslaug.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.