Lífið

Paco Rabanne er látinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Paco Rabanne hannaði hinn geysivinsæla 1 Million rakspíra.
Paco Rabanne hannaði hinn geysivinsæla 1 Million rakspíra. Getty

Hönnuðurinn og ilmvatnsframleiðandinn Paco Rabanne er látinn, 88 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir „1 Million“ rakspírann.

Rabanne notaðist mikið við málm er hann hannaði föt. Getty/Gamma-Rapho

Paco fæddist á Spáni árið 1934 en hann hóf hönnunarferil sinn sem skartgripahönnuður fyrir merki á borð við Givenchy, Dior og Balenciaga. Árið 1966 stofnaði hann sitt eigið tískuhús. hann hannaði fjölda flíka á ferli sínum og var þekktur fyrir að nota málm í fötunum sem hann hannaði. 

Árið 1968 byrjaði hann að framleiða ilmvötn í samstarfi við fyrirtækið Puig. Frægasti ilmurinn sem hann bar framleiddi er 1 Million rakspírinn. Flöskuna hafa flestir séð enda er á útlitið ansi áberandi líkt og sjá má á myndinni hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×