Eiga von á þríburum eftir að tæknifrjóvgun heppnaðist í fyrstu tilraun Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2023 08:01 Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir eiga von á þríburum. Skrautleg viðbrögð vinkvenna og foreldra má sjá í fréttinni. Par úr Árbænum, sem fór í einkar vel heppnaða tæknifrjóvgun í vetur, fékk sláandi fregnir í snemmsónar; eineggja þríburar eru væntanlegir í vor. Þær óraði ekki fyrir því að þríburar væru mögulegir en eru yfir sig spenntar. Þá voru viðbrögð aðstandenda við fréttunum, sem fylgja umfjölluninni, oft ansi skrautleg. Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir kynntust í október 2020, í miðjum kórónuveirufaraldri. Sambandið komst fljótt á alvarlegt stig; þær fluttu inn saman og byrjuðu að ræða barneignir. Eins og mörg önnur samkynja pör leituðu þær til frjósemisklíníkurinnar Livio. Og tæknifrjóvgun bar árangur í fyrstu tilraun; Ástrós varð ólétt. Í snemmsónar fengu þær svo staðfest að fóstrin væru tvö - merkilegar fréttir út af fyrir sig. En í næstu skoðun dró til enn merkari tíðinda.´ „Og það var mjög löng skoðun. Það voru vissulega tvö börn þarna en það var eitthvað að trufla hana,“ segir Margrét. „Svo heldur hún áfram að skoða, að okkur fannst í heila eilífið. Og við vorum bara: Hvað er hún að skoða? Og ég spyr þá: Þau eru örugglega bara tvö en ekki þrjú? Bara algjörlega út í loftið. Og ég fæ bara ekkert svar. Og hún segir svo að hún geti ekki svarað mér alveg strax,“ segir Ástrós. Margrét og Ástrós kynntust árið 2020 og hafa verið saman síðan.úr einkasafni Ráfaði um Kringluna í sjokki Og á endanum blöstu þrjú fóstur við þeim á skjánum. Eineggja þríburar. „Ég bara starði út í loftið og eiginlega bara hló. Svo horfi ég á Ástrós og ég verð bara eiginlega stjörf,“ segir Margrét. Ástrós grípur boltann: „Það fer eiginlega ekkert í gegnum hugann nema bara hvað þetta er eitthvað súrrealískt.“ „Ástrós þurfti að fara í vinnuna eftir þennan sónar og ég fór í Kringluna og ég bara ráfaði um. Ég var ekki búin að segja neinum frá þessu en við sögðum mömmum okkar vissulega. En ég bara ráfaði um. Ég var næstum búin að segja konunni í Lindex að ég ætti von á þríburum, bara til að segja einhverjum frá þessu,“ segir Margrét. Það er ekki um að villast. Þau eru þrjú!úr einkasafni Ótrúleg viðbrögð aðstandenda Svo kom að því að færa fjölskyldu og vinum fréttirnar. Afar skemmtilegt verkefni, segja hinar verðandi mæður, enda einkennast viðbrögðin yfirleitt af mikilli undrun. Skrautleg viðbrögð vinkvenna og foreldra má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Þríburar eru enda ákaflega sjaldgæfir. Átta sett af þríburum fæddust hér á landi árin 2012-2021 og meðaltalið frá aldamótum er um ein þríburafæðing á ári. „Þetta er svolítið svona one in a million höldum við,“ segir Ástrós. „Við reyndum að finna einhverja tölfræði og þetta er bara það lítið í rannsóknum að það er veit eiginlega enginn nákvæmlega um líkurnar. Við sáum einhverjar tölu um einn á móti tvö hundruð milljónum en vitum svosem ekkert hvað er til í því,“ segir Margrét. Grafík/hjalti freyr Þríburarnir eru væntanlegir seint í vor og Ástrós því um hálfnuð með meðgönguna. „Svo er þetta náttúrulega hááhættumeðganga en það lítur allt vel út og við höfum ekki fengið neina ástæða til að ætla annað en þetta sé allt í góðu lagi,“ segir Ástrós. „Og við ákváðum það eiginlega strax að við ætluðum ekki að eyða orku í að hafa einhverjar áhyggjur heldur bara að vera spenntar eins og við erum. Og takast svo bara á við það ef eitthvað kemur upp á,“ segir Margrét. Börn og uppeldi Frjósemi Reykjavík Barnalán Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira
Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir kynntust í október 2020, í miðjum kórónuveirufaraldri. Sambandið komst fljótt á alvarlegt stig; þær fluttu inn saman og byrjuðu að ræða barneignir. Eins og mörg önnur samkynja pör leituðu þær til frjósemisklíníkurinnar Livio. Og tæknifrjóvgun bar árangur í fyrstu tilraun; Ástrós varð ólétt. Í snemmsónar fengu þær svo staðfest að fóstrin væru tvö - merkilegar fréttir út af fyrir sig. En í næstu skoðun dró til enn merkari tíðinda.´ „Og það var mjög löng skoðun. Það voru vissulega tvö börn þarna en það var eitthvað að trufla hana,“ segir Margrét. „Svo heldur hún áfram að skoða, að okkur fannst í heila eilífið. Og við vorum bara: Hvað er hún að skoða? Og ég spyr þá: Þau eru örugglega bara tvö en ekki þrjú? Bara algjörlega út í loftið. Og ég fæ bara ekkert svar. Og hún segir svo að hún geti ekki svarað mér alveg strax,“ segir Ástrós. Margrét og Ástrós kynntust árið 2020 og hafa verið saman síðan.úr einkasafni Ráfaði um Kringluna í sjokki Og á endanum blöstu þrjú fóstur við þeim á skjánum. Eineggja þríburar. „Ég bara starði út í loftið og eiginlega bara hló. Svo horfi ég á Ástrós og ég verð bara eiginlega stjörf,“ segir Margrét. Ástrós grípur boltann: „Það fer eiginlega ekkert í gegnum hugann nema bara hvað þetta er eitthvað súrrealískt.“ „Ástrós þurfti að fara í vinnuna eftir þennan sónar og ég fór í Kringluna og ég bara ráfaði um. Ég var ekki búin að segja neinum frá þessu en við sögðum mömmum okkar vissulega. En ég bara ráfaði um. Ég var næstum búin að segja konunni í Lindex að ég ætti von á þríburum, bara til að segja einhverjum frá þessu,“ segir Margrét. Það er ekki um að villast. Þau eru þrjú!úr einkasafni Ótrúleg viðbrögð aðstandenda Svo kom að því að færa fjölskyldu og vinum fréttirnar. Afar skemmtilegt verkefni, segja hinar verðandi mæður, enda einkennast viðbrögðin yfirleitt af mikilli undrun. Skrautleg viðbrögð vinkvenna og foreldra má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Þríburar eru enda ákaflega sjaldgæfir. Átta sett af þríburum fæddust hér á landi árin 2012-2021 og meðaltalið frá aldamótum er um ein þríburafæðing á ári. „Þetta er svolítið svona one in a million höldum við,“ segir Ástrós. „Við reyndum að finna einhverja tölfræði og þetta er bara það lítið í rannsóknum að það er veit eiginlega enginn nákvæmlega um líkurnar. Við sáum einhverjar tölu um einn á móti tvö hundruð milljónum en vitum svosem ekkert hvað er til í því,“ segir Margrét. Grafík/hjalti freyr Þríburarnir eru væntanlegir seint í vor og Ástrós því um hálfnuð með meðgönguna. „Svo er þetta náttúrulega hááhættumeðganga en það lítur allt vel út og við höfum ekki fengið neina ástæða til að ætla annað en þetta sé allt í góðu lagi,“ segir Ástrós. „Og við ákváðum það eiginlega strax að við ætluðum ekki að eyða orku í að hafa einhverjar áhyggjur heldur bara að vera spenntar eins og við erum. Og takast svo bara á við það ef eitthvað kemur upp á,“ segir Margrét.
Börn og uppeldi Frjósemi Reykjavík Barnalán Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira