Vilja kanna arðsemi jarðganga eða vegskála á Hellisheiði Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2023 09:30 Mikið hefur verið fjallað um tíðar lokanir á Hellisheiði vegna ófærðar í vetur og síðustu ár. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Árborg hafa lagt til að sveitarfélagið hafi forgöngu um að unnin verði skýrsla um mat á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun vegna jarðganga eða vegskála undir Hellisheiði. Mikið hefur verið fjallað um tíðar lokanir á Hellisheiði vegna ófærðar í vetur og síðustu ár. Bæjarfulltrúarnir, þau Arna Ír Gunnarsdóttir og Sigurjón Vídalín Guðmundsson lögðu fram tillöguna í lok síðasta mánaðar þar sem minnst er á jarðgangaskýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem unnin var fyrir Vegagerðina þar sem mat var lagt á arðsemi jarðganga, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun. „Hér með leggja undirritaðir bæjarfulltrúar S-lista til að Svf. Árborg hafi frumkvæði af því að óska eftir sambærilegu mati frá skýrsluhöfundum á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun vegna jarðganga undir Hellisheiði og gegnum Svínahraun hvort sem um er að ræða hefðbundin jarðgöng eða niðurgrafin vegskála samkvæmt svokallaðri Cut and Cover aðferð. Auk þess verði horft sérstaklega til nýtingu á jarðefnum frá framkvæmdinni til uppbyggingar á Þrengslavegi annars vegar og Ölfusvegi milli Hveragerðis og Þorlákshafnar hins vegar,“ segir í tillögu þeirra Örnu Írar og Sigurjóns. Tillagan var tekin fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Kemur þar fram að í ljósi þess að um hagsmunamál fyrir öll sveitarfélög á Suðurlandi sé að ræða feli bæjarráð Fjólu Steindóru Kristinsdóttur bæjarstjóra að vísa málinu til umfjöllunar hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.Vísir/Vilhelm Svör innviðaráðherra Umræða um veginn yfir Hellisheiði fór fram á Alþingi í mars á síðasta ári eftir að ítrekað hafði verið gripið til lokana. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var þar til svara og sagði meðal annars: „Ég hef ekki skoðað nýlega hvort göng séu vænlegur kostur enda minnir mig að í þeirri umræðu hafi það verið slegið út af borðinu, meðal annars vegna mjög mikils jarðhita og reyndar mikils vatns sem þarna er. En ég hef hins vegar sjálfur fyrir allnokkru spurt, ég ætti nú kannski að fara að kalla eftir svari, það var ekki út af þessu veðri, hvort það væri með einhverjum hætti hægt að byggja einhvers konar vegskála yfir verstu svæðin. Staðreyndin er náttúrlega sú að í þessum veðrum sem verið hafa núna þá myndu þeir ekki hafa hjálpað nokkurn skapaðan hlut vegna þess að veðrið á Sandskeiðinu er oft verst en ekki uppi á Hellisheiði, svo maður segi bara hlutina eins og þeir eru,“ sagði innviðaráðherra í svari fyrir fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í þingsal. Árborg Vegagerð Samgöngur Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um tíðar lokanir á Hellisheiði vegna ófærðar í vetur og síðustu ár. Bæjarfulltrúarnir, þau Arna Ír Gunnarsdóttir og Sigurjón Vídalín Guðmundsson lögðu fram tillöguna í lok síðasta mánaðar þar sem minnst er á jarðgangaskýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem unnin var fyrir Vegagerðina þar sem mat var lagt á arðsemi jarðganga, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun. „Hér með leggja undirritaðir bæjarfulltrúar S-lista til að Svf. Árborg hafi frumkvæði af því að óska eftir sambærilegu mati frá skýrsluhöfundum á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun vegna jarðganga undir Hellisheiði og gegnum Svínahraun hvort sem um er að ræða hefðbundin jarðgöng eða niðurgrafin vegskála samkvæmt svokallaðri Cut and Cover aðferð. Auk þess verði horft sérstaklega til nýtingu á jarðefnum frá framkvæmdinni til uppbyggingar á Þrengslavegi annars vegar og Ölfusvegi milli Hveragerðis og Þorlákshafnar hins vegar,“ segir í tillögu þeirra Örnu Írar og Sigurjóns. Tillagan var tekin fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Kemur þar fram að í ljósi þess að um hagsmunamál fyrir öll sveitarfélög á Suðurlandi sé að ræða feli bæjarráð Fjólu Steindóru Kristinsdóttur bæjarstjóra að vísa málinu til umfjöllunar hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.Vísir/Vilhelm Svör innviðaráðherra Umræða um veginn yfir Hellisheiði fór fram á Alþingi í mars á síðasta ári eftir að ítrekað hafði verið gripið til lokana. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var þar til svara og sagði meðal annars: „Ég hef ekki skoðað nýlega hvort göng séu vænlegur kostur enda minnir mig að í þeirri umræðu hafi það verið slegið út af borðinu, meðal annars vegna mjög mikils jarðhita og reyndar mikils vatns sem þarna er. En ég hef hins vegar sjálfur fyrir allnokkru spurt, ég ætti nú kannski að fara að kalla eftir svari, það var ekki út af þessu veðri, hvort það væri með einhverjum hætti hægt að byggja einhvers konar vegskála yfir verstu svæðin. Staðreyndin er náttúrlega sú að í þessum veðrum sem verið hafa núna þá myndu þeir ekki hafa hjálpað nokkurn skapaðan hlut vegna þess að veðrið á Sandskeiðinu er oft verst en ekki uppi á Hellisheiði, svo maður segi bara hlutina eins og þeir eru,“ sagði innviðaráðherra í svari fyrir fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í þingsal.
Árborg Vegagerð Samgöngur Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira