Lífið

Beyoncé til­kynnir um tón­leika­ferða­lag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Beyoncé hefur getið sér gott orð í tónlistarheiminum og er ein stærsta poppstjarna heims.
Beyoncé hefur getið sér gott orð í tónlistarheiminum og er ein stærsta poppstjarna heims. Kevin Mazur/Getty

Bandaríska stórsöngkonan Beyoncé kemur til með að leggja land undir fót í sumar. Hún tilkynnti í dag um að í maí hæfist tónleikaferðalag hennar um Evrópu og Norður-Ameríku.

Frá þessu greindi söngkonan í Instagram-færslu sem hún birti fyrr í dag. Í færslunni mátti sjá mynd af söngkonunni sitjandi á glansfáki, auk texta: „Renaissance World Tour.“ 

Um er að ræða fyrsta tónleikaferðalag söngkonunnar heimsþekktu síðan árið 2018. 

Ferðalagið hefst í Evrópu, nánar til tekið í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, þann 10. maí. Eftir það mun leið Beyoncé liggja til Bretlands, Spánar, Frakklands, Þýskalands, Hollands, Danmerkur og Póllands. Eftir að hafa lokið sér af í Evrópu með einum 15 tónleikum mun poppdívan bæta um betur og halda 26 tónleika í Kanada og Bandaríkjunum.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um tónleikaferðalagið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×