Skoða hvers vegna farþegum var vísað út í óveðrið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 13:52 Farþegum Strætó í leið 18 var vísað út úr vögnunum í gær við Ingunnarskóla í Grafarholti vegna ófærðar. Framkvæmdastjóri Strætó segir málið til skoðunar. Vísir/Vilhelm Farþegar Strætó, sem voru á ferð með leið 18 í átt að Spönginni í gærkvöldi, lentu í því leiðinlega atviki að vera vísað út úr vagninum við Ingunnarskóla í Grafarholti vegna ófærðar. Farþegunum var ekki boðið að fara með vagninum í skjól og þurftu þeir að fá aðstoð björgunarsveita til að komast leiðar sinnar. Lesandi Vísis, sem vildi ekki láta nafns síns getið, hafði samband í morgun til að greina frá þessu atviki. Hann sagðist hafa verið á leið heim úr vinnu í gærkvöldi þegar honum og öðrum farþega var vísað út úr vagni 18 vegna ófærðar á leið vagnsins. Vagninn þurfti að snúa við og gat ekki klárað sinn hefðbundna hring um Úlfarsárdal áður en hann hélt í Spöngina. Farþeginn segir að þrátt fyrir það hafi vagninn farið í átt að Spönginni, bara aðra leið, en ekki boðið þeim að koma með. „Hann stoppar og segir að hann geti ekki farið lengra því Úlfarsárdalur er lokaður og að við þurfum að fara út þarna. Þegar við stóðum og biðum eftir að hann opnað sagðist hann ætla að fara beint í Spöngina en bauð okkur ekki að koma með,“ segir farþeginn. Báðir farþegarnir hafi þá farið að hringja símtöl til að koma sér heim en ekkert gengið. Tíu mínútum seinna hafi hinn farþeginn verið sóttur en eftir nokkra stund hafi bæst aftur í hópinn, þegar næsti Strætó kom og bílstjórinn vísaði sínum eina farþega út. Þarna við Inngunnarskóla hafi ekkert skjól verið að finna, enda strætóskýlin gömul, og þeir hafi verið orðnir gegnblautur vegna snjókomunnar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Farþeginn segir að systir hans hafi verið við vinnu á KFC í Grafarholti og ætlað að sækja hann á leiðinni heim en fest bílinn sinn og fengið aðstoð björgunarsveita við að losa hann. Björgunarsveitarmenn hafi fallist á að sækja farþegana upp að Ingunnarskóla og koma þeim á KFC, þar sem þeir komust í skjól og gátu látið sækja sig. „Ef björgunarsveitin hefði ekki verið þarna rétt hjá hefðum við verið miklu lengur að koma okkur heim.“ Jóhanes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir auðvitað ekki æskilegt að vagnstjórar vísi fólki út í brjáluðu veðri. Málið sé í skoðun. „Við förum auðvitað yfir málið en það kemur manni pínulítið á óvart í þessum veðurviðvörunum hvað fólk er mikið á ferðinni. Við vorum búin að tilkynna líka breytingu á þessari leið sem um ræðir sem virðist hafa farið fram hjá fólki. Maður er hugsi hvað fólk er lítið að fylgjast með viðvörunum,“ segir Jóhannes. Strætó Veður Reykjavík Björgunarsveitir Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
Lesandi Vísis, sem vildi ekki láta nafns síns getið, hafði samband í morgun til að greina frá þessu atviki. Hann sagðist hafa verið á leið heim úr vinnu í gærkvöldi þegar honum og öðrum farþega var vísað út úr vagni 18 vegna ófærðar á leið vagnsins. Vagninn þurfti að snúa við og gat ekki klárað sinn hefðbundna hring um Úlfarsárdal áður en hann hélt í Spöngina. Farþeginn segir að þrátt fyrir það hafi vagninn farið í átt að Spönginni, bara aðra leið, en ekki boðið þeim að koma með. „Hann stoppar og segir að hann geti ekki farið lengra því Úlfarsárdalur er lokaður og að við þurfum að fara út þarna. Þegar við stóðum og biðum eftir að hann opnað sagðist hann ætla að fara beint í Spöngina en bauð okkur ekki að koma með,“ segir farþeginn. Báðir farþegarnir hafi þá farið að hringja símtöl til að koma sér heim en ekkert gengið. Tíu mínútum seinna hafi hinn farþeginn verið sóttur en eftir nokkra stund hafi bæst aftur í hópinn, þegar næsti Strætó kom og bílstjórinn vísaði sínum eina farþega út. Þarna við Inngunnarskóla hafi ekkert skjól verið að finna, enda strætóskýlin gömul, og þeir hafi verið orðnir gegnblautur vegna snjókomunnar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Farþeginn segir að systir hans hafi verið við vinnu á KFC í Grafarholti og ætlað að sækja hann á leiðinni heim en fest bílinn sinn og fengið aðstoð björgunarsveita við að losa hann. Björgunarsveitarmenn hafi fallist á að sækja farþegana upp að Ingunnarskóla og koma þeim á KFC, þar sem þeir komust í skjól og gátu látið sækja sig. „Ef björgunarsveitin hefði ekki verið þarna rétt hjá hefðum við verið miklu lengur að koma okkur heim.“ Jóhanes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir auðvitað ekki æskilegt að vagnstjórar vísi fólki út í brjáluðu veðri. Málið sé í skoðun. „Við förum auðvitað yfir málið en það kemur manni pínulítið á óvart í þessum veðurviðvörunum hvað fólk er mikið á ferðinni. Við vorum búin að tilkynna líka breytingu á þessari leið sem um ræðir sem virðist hafa farið fram hjá fólki. Maður er hugsi hvað fólk er lítið að fylgjast með viðvörunum,“ segir Jóhannes.
Strætó Veður Reykjavík Björgunarsveitir Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira