„Það er það sem maður óttast“ Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 27. janúar 2023 23:31 Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins óttast að málið setji slæmt fordæmi. Vísir/Vilhelm/Reykjavíkurborg Borgarland Reykjavíkurborgar minnkar um meira en 200 fermetra ef borgarráð samþykir nýtt deiliskipulag fyrir umdeilt tún við Vesturbæjarlaug. Borgarfulltrúi minnihlutans segir slæmt ef málið verður fordæmisgefandi. Deilt hefur verið um stærð lóðanna við Einimel í Vesturbænum árum og áratugum saman en há girðing hefur staðið allt að 14 metra út fyrir lóðamörk húsanna. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við Kjartan Magnússon borgarfulltrúa í dag. Skiplagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti nýtt deiliskipulag á fundi sínum í vikunni en í gildandi skipulagi sést glögglega að lóðamörkin eru nokkuð skýr. Girðingin nær þó langt út inn, á svæðið sem er merkt L á myndinni, en L merkir leiksvæði. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir því að þrjár lóðanna, við Einimel 18, 24 og 26, stækki og tapar borgin þar með 236 fermetrum af landi. Lóðahafarnir fá að kaupa landið af borginni en ekki er ljóst á hvaða verði. Hin nýja deiliskipulagstillaga. Brotna línan sýnir hvernig lóðirnar stækka út á Sundlaugartúnið. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins af afgreiðslu borgaryfirvalda. „Já, þetta mál hefur náttúrulega verið rætt mikið og lengi. Það kom okkur á óvart að þetta yrði niðurstaðan gagnvart þessum almenningsgarði; að samþykkja útfærslu inn í hann. Þetta hefur verið rætt lengi og bara þegar maður skoðar gögn málsins þá sér maður að það er með ótvíræðum hætti verið að færa einkalóðir út í þennan almenningsgarð sem sundlaugartúnið er.“ En þekkir Kjartan dæmi þess að girðingar nái út fyrir lóðamörk í borginni? „Já, ég hef heyrt um nokkur slík dæmi og auðvitað væri slæmt ef menn gætu vísað þar í þetta fordæmi og krafist þess að fá að halda slíkum lóðaútvíkkinum til streitu á þeim grundvelli. Það er það sem maður óttast,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Reykjavík Skipulag Nágrannadeilur Stjórnsýsla Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Leggur til að rukka íbúana lóðagjöld áratugi aftur í tímann Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur borgaryfirvöld vera að reyna að skapa gott veður á meðal valdamikilla íbúa við Einimel, með því að færa lóðamörk þeirra fram um þrjá metra. Hann segir af sér í dag. 2. mars 2022 11:59 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Deilt hefur verið um stærð lóðanna við Einimel í Vesturbænum árum og áratugum saman en há girðing hefur staðið allt að 14 metra út fyrir lóðamörk húsanna. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við Kjartan Magnússon borgarfulltrúa í dag. Skiplagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti nýtt deiliskipulag á fundi sínum í vikunni en í gildandi skipulagi sést glögglega að lóðamörkin eru nokkuð skýr. Girðingin nær þó langt út inn, á svæðið sem er merkt L á myndinni, en L merkir leiksvæði. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir því að þrjár lóðanna, við Einimel 18, 24 og 26, stækki og tapar borgin þar með 236 fermetrum af landi. Lóðahafarnir fá að kaupa landið af borginni en ekki er ljóst á hvaða verði. Hin nýja deiliskipulagstillaga. Brotna línan sýnir hvernig lóðirnar stækka út á Sundlaugartúnið. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins af afgreiðslu borgaryfirvalda. „Já, þetta mál hefur náttúrulega verið rætt mikið og lengi. Það kom okkur á óvart að þetta yrði niðurstaðan gagnvart þessum almenningsgarði; að samþykkja útfærslu inn í hann. Þetta hefur verið rætt lengi og bara þegar maður skoðar gögn málsins þá sér maður að það er með ótvíræðum hætti verið að færa einkalóðir út í þennan almenningsgarð sem sundlaugartúnið er.“ En þekkir Kjartan dæmi þess að girðingar nái út fyrir lóðamörk í borginni? „Já, ég hef heyrt um nokkur slík dæmi og auðvitað væri slæmt ef menn gætu vísað þar í þetta fordæmi og krafist þess að fá að halda slíkum lóðaútvíkkinum til streitu á þeim grundvelli. Það er það sem maður óttast,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Reykjavík Skipulag Nágrannadeilur Stjórnsýsla Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Leggur til að rukka íbúana lóðagjöld áratugi aftur í tímann Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur borgaryfirvöld vera að reyna að skapa gott veður á meðal valdamikilla íbúa við Einimel, með því að færa lóðamörk þeirra fram um þrjá metra. Hann segir af sér í dag. 2. mars 2022 11:59 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Leggur til að rukka íbúana lóðagjöld áratugi aftur í tímann Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur borgaryfirvöld vera að reyna að skapa gott veður á meðal valdamikilla íbúa við Einimel, með því að færa lóðamörk þeirra fram um þrjá metra. Hann segir af sér í dag. 2. mars 2022 11:59
„Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39
Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41