„Það er það sem maður óttast“ Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 27. janúar 2023 23:31 Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins óttast að málið setji slæmt fordæmi. Vísir/Vilhelm/Reykjavíkurborg Borgarland Reykjavíkurborgar minnkar um meira en 200 fermetra ef borgarráð samþykir nýtt deiliskipulag fyrir umdeilt tún við Vesturbæjarlaug. Borgarfulltrúi minnihlutans segir slæmt ef málið verður fordæmisgefandi. Deilt hefur verið um stærð lóðanna við Einimel í Vesturbænum árum og áratugum saman en há girðing hefur staðið allt að 14 metra út fyrir lóðamörk húsanna. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við Kjartan Magnússon borgarfulltrúa í dag. Skiplagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti nýtt deiliskipulag á fundi sínum í vikunni en í gildandi skipulagi sést glögglega að lóðamörkin eru nokkuð skýr. Girðingin nær þó langt út inn, á svæðið sem er merkt L á myndinni, en L merkir leiksvæði. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir því að þrjár lóðanna, við Einimel 18, 24 og 26, stækki og tapar borgin þar með 236 fermetrum af landi. Lóðahafarnir fá að kaupa landið af borginni en ekki er ljóst á hvaða verði. Hin nýja deiliskipulagstillaga. Brotna línan sýnir hvernig lóðirnar stækka út á Sundlaugartúnið. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins af afgreiðslu borgaryfirvalda. „Já, þetta mál hefur náttúrulega verið rætt mikið og lengi. Það kom okkur á óvart að þetta yrði niðurstaðan gagnvart þessum almenningsgarði; að samþykkja útfærslu inn í hann. Þetta hefur verið rætt lengi og bara þegar maður skoðar gögn málsins þá sér maður að það er með ótvíræðum hætti verið að færa einkalóðir út í þennan almenningsgarð sem sundlaugartúnið er.“ En þekkir Kjartan dæmi þess að girðingar nái út fyrir lóðamörk í borginni? „Já, ég hef heyrt um nokkur slík dæmi og auðvitað væri slæmt ef menn gætu vísað þar í þetta fordæmi og krafist þess að fá að halda slíkum lóðaútvíkkinum til streitu á þeim grundvelli. Það er það sem maður óttast,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Reykjavík Skipulag Nágrannadeilur Stjórnsýsla Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Leggur til að rukka íbúana lóðagjöld áratugi aftur í tímann Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur borgaryfirvöld vera að reyna að skapa gott veður á meðal valdamikilla íbúa við Einimel, með því að færa lóðamörk þeirra fram um þrjá metra. Hann segir af sér í dag. 2. mars 2022 11:59 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Deilt hefur verið um stærð lóðanna við Einimel í Vesturbænum árum og áratugum saman en há girðing hefur staðið allt að 14 metra út fyrir lóðamörk húsanna. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við Kjartan Magnússon borgarfulltrúa í dag. Skiplagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti nýtt deiliskipulag á fundi sínum í vikunni en í gildandi skipulagi sést glögglega að lóðamörkin eru nokkuð skýr. Girðingin nær þó langt út inn, á svæðið sem er merkt L á myndinni, en L merkir leiksvæði. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir því að þrjár lóðanna, við Einimel 18, 24 og 26, stækki og tapar borgin þar með 236 fermetrum af landi. Lóðahafarnir fá að kaupa landið af borginni en ekki er ljóst á hvaða verði. Hin nýja deiliskipulagstillaga. Brotna línan sýnir hvernig lóðirnar stækka út á Sundlaugartúnið. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins af afgreiðslu borgaryfirvalda. „Já, þetta mál hefur náttúrulega verið rætt mikið og lengi. Það kom okkur á óvart að þetta yrði niðurstaðan gagnvart þessum almenningsgarði; að samþykkja útfærslu inn í hann. Þetta hefur verið rætt lengi og bara þegar maður skoðar gögn málsins þá sér maður að það er með ótvíræðum hætti verið að færa einkalóðir út í þennan almenningsgarð sem sundlaugartúnið er.“ En þekkir Kjartan dæmi þess að girðingar nái út fyrir lóðamörk í borginni? „Já, ég hef heyrt um nokkur slík dæmi og auðvitað væri slæmt ef menn gætu vísað þar í þetta fordæmi og krafist þess að fá að halda slíkum lóðaútvíkkinum til streitu á þeim grundvelli. Það er það sem maður óttast,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Reykjavík Skipulag Nágrannadeilur Stjórnsýsla Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Leggur til að rukka íbúana lóðagjöld áratugi aftur í tímann Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur borgaryfirvöld vera að reyna að skapa gott veður á meðal valdamikilla íbúa við Einimel, með því að færa lóðamörk þeirra fram um þrjá metra. Hann segir af sér í dag. 2. mars 2022 11:59 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Leggur til að rukka íbúana lóðagjöld áratugi aftur í tímann Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur borgaryfirvöld vera að reyna að skapa gott veður á meðal valdamikilla íbúa við Einimel, með því að færa lóðamörk þeirra fram um þrjá metra. Hann segir af sér í dag. 2. mars 2022 11:59
„Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39
Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41