Galdurinn að langlífi: „Ég er búin að spila bridds í 60 ár“ Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 27. janúar 2023 20:52 Múlabær, dagþjálfun fyrir aldraða og öryrkja er 40 ára á árinu og í tilefni af því var slegið til heljarinnar samkvæmis í húsakynnum félagsins í Síðumúla í dag. Tugir nýta þjónustuna á hverjum degi en það þarf fleiri slík úrræði segir forstöðukona Múlabæjar. Notandi segir þjónustuna mjög góða. Mikil stemmning var í salnum og nokkrir gestir tóku til máls. Málflutningur þeirra allra var á þann veg að fleiri slík úrræði þyrfti til handa eldri borgurum landsins, boðið var upp á kaffi og með því og leikin var lifandi tónlist. Forstöðumaður Múlabæjar, Þórunn Bjarney Garðarsdóttir vill vekja athygli á mikilvægi starfsins en mikið af fólki nýtir sér fjölbreytta þjónustu dagdvalarinnar. Sextíu manns á dag „Við erum að fá á hverjum degi 60 manns í hús og á hverri viku eru 130 að nýta sér þjónustuna. Í dag ákvað ég að bjóða sérstaklega fólki úr heilbrigðisþjónustunni - ráðamönnum - til að vekja athygli þeirra á þessu málefni og hvað við erum að gera góða hluti.“ Starf Múlabæjar er afar fjölbreytt. „Alla daga getur fólk farið í æfingasal, það getur farið í tæki, tekið þátt í stólaleikflimi. Og nýtt sér vinnustofur sem er bæði almenn vinnustofa og listasmiðja. Við erum með hjúkrunarþjónustu, við erum hér með endurhæfingarpláss og fólk fer í sjúkraþjálfun. Við erum líka með fótaaðgerðarfræðing og hárgreiðslu- og snyrtistofu. Allt til þess að fólki líði sem best.“ Þórunn segir þurfa fleiri úrræði fyrir eldra fólk. „Múlabær er orðinn fjörutíu ára. Við erum með fleiri dagdvalarúrræði en þeim hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun aldraðra í samfélaginu. Við þurfum nauðsynlega á fleiri svona stöðum að halda.“ „Þarftu ekki að vita hvað ég er gömul?“ Guðrún Jörgensen, hefur nýtt sér þjónustu Múlabæjar í næstum ár. „Það er bara allt mjög gott og flott hérna. Það var nú eiginlega dóttir mín sem réði þessu að ég kæmi hingað, því ég er orðinn dálítið gömul. Þarftu ekki að vita hvað ég er gömul? Næst þegar ég á afmæli verð ég 94 ára.“ Aðspurð um hver galdurinn sé við að halda sér hressri stendur ekki á svari frá Guðrúnu. „Ég er búin að spila bridds í 60 ár.“ Eldri borgarar Reykjavík Bridge Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Mikil stemmning var í salnum og nokkrir gestir tóku til máls. Málflutningur þeirra allra var á þann veg að fleiri slík úrræði þyrfti til handa eldri borgurum landsins, boðið var upp á kaffi og með því og leikin var lifandi tónlist. Forstöðumaður Múlabæjar, Þórunn Bjarney Garðarsdóttir vill vekja athygli á mikilvægi starfsins en mikið af fólki nýtir sér fjölbreytta þjónustu dagdvalarinnar. Sextíu manns á dag „Við erum að fá á hverjum degi 60 manns í hús og á hverri viku eru 130 að nýta sér þjónustuna. Í dag ákvað ég að bjóða sérstaklega fólki úr heilbrigðisþjónustunni - ráðamönnum - til að vekja athygli þeirra á þessu málefni og hvað við erum að gera góða hluti.“ Starf Múlabæjar er afar fjölbreytt. „Alla daga getur fólk farið í æfingasal, það getur farið í tæki, tekið þátt í stólaleikflimi. Og nýtt sér vinnustofur sem er bæði almenn vinnustofa og listasmiðja. Við erum með hjúkrunarþjónustu, við erum hér með endurhæfingarpláss og fólk fer í sjúkraþjálfun. Við erum líka með fótaaðgerðarfræðing og hárgreiðslu- og snyrtistofu. Allt til þess að fólki líði sem best.“ Þórunn segir þurfa fleiri úrræði fyrir eldra fólk. „Múlabær er orðinn fjörutíu ára. Við erum með fleiri dagdvalarúrræði en þeim hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun aldraðra í samfélaginu. Við þurfum nauðsynlega á fleiri svona stöðum að halda.“ „Þarftu ekki að vita hvað ég er gömul?“ Guðrún Jörgensen, hefur nýtt sér þjónustu Múlabæjar í næstum ár. „Það er bara allt mjög gott og flott hérna. Það var nú eiginlega dóttir mín sem réði þessu að ég kæmi hingað, því ég er orðinn dálítið gömul. Þarftu ekki að vita hvað ég er gömul? Næst þegar ég á afmæli verð ég 94 ára.“ Aðspurð um hver galdurinn sé við að halda sér hressri stendur ekki á svari frá Guðrúnu. „Ég er búin að spila bridds í 60 ár.“
Eldri borgarar Reykjavík Bridge Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira