Sport

HSÍ fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ

Smári Jökull Jónsson skrifar
Handknattleikslandslið karla tók nýverið þátt á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. HSÍ fær mest allra úr Afrekssjóði ÍSÍ.
Handknattleikslandslið karla tók nýverið þátt á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. HSÍ fær mest allra úr Afrekssjóði ÍSÍ. Vísir/Vilhelm

Handknattleikssamband Íslands fær hæstu upphæðina úr Afrekssjóði ÍSÍ en tilkynnt var um úthlutun sjóðsins í dag. Alls úthlutar Afrekssjóðurinn meira en 500 milljónum til sérsambanda fyrir árið 2023.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu nú síðdegis þar sem sagt var frá úthlutun úr Afrekssjóði sambandsins fyrir árið 2023. 

Alls fá þrjátíu og tvö sérsambönd styrk úr sjóðnum  af þeim þrjátíu og fimm sem sóttu um styrk. Styrkurinn nemur samtals rúmlega 535 milljónum og er hann tvískiptur, á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í lok desember var úthlutað 205 milljónum og á fundi í janúar rúmlega 330 milljónum.

Ríkið leggur til tæplega 400 milljónir í sjóðinn en það framlag hefur haldist óbreytt síðustu ár. Í tilkynningunni er sagt að Afrekssjóður ÍSÍ sé að öðru leyti fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá.

Handknattleikssamband Íslands fær mestu úthlutað, eða rúmum 82 milljónum, sem þó er fjórum milljónum minna en á síðasta ári. Þá fær Fimleikasamband Íslands tæpar 55 milljónir, Sundsamband Íslands, Frjálsíþróttasamband Íslands og Golfsamband Íslands fá öll tæpar 40 milljónir og Körfuknattleikssamband Íslands fær rúmar 35 milljónir.

Sérsambönd ÍSÍ eru flokkuð í þrjá afreksflokka; A (Afrekssérsambönd), B (Alþjóðleg sérsambönd) og C (Þróunarsérsambönd). 

Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs sem sótti um styrk hjá Afrekssjóði ÍSÍ er rúmir þrír milljarðar og stuðningurinn nemendur því um 17,5% af heildarkostnaði sérsambandanna. Það er örlítið lægra en á síðasta ári.

​​A-flokkur (Afrekssérsambönd)

  • HSÍ - Handknattleikssamband Íslands 82.600.000
  • FSÍ - Fimleikasamband Íslands 54.700.000
  • SSÍ - Sundsamband Íslands 39.850.000
  • FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands 39.550.000
  • GSÍ - Golfsamband Íslands 39.400.000
  • SKÍ - Skíðasamband Íslands 36.500.000
  • ÍF - Íþróttasamband fatlaðra 29.375.000

B-flokkur (Alþjóðleg sérsambönd)

  • KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands 35.800.000
  • KRA - Kraftlyftingasamband Íslands 18.225.000
  • LH - Landssamband hestamannafélaga 12.450.000
  • BFSÍ - Bogfimisamband Íslands 12.150.000
  • KLÍ - Keilusamband Íslands 12.050.000
  • LSÍ - Lyftingasamband Íslands 11.850.000
  • ÍHÍ - Íshokkísamband Íslands 11.800.000
  • STÍ - Skotíþróttasamband Íslands 11.550.000
  • SKY - Skylmingasamband Íslands 11.450.000
  • BSÍ - Badmintonsamband Íslands 11.400.000
  • DSÍ - Dansíþróttasamband Íslands 11.350.000
  • JSÍ - Júdósamband Íslands 11.250.000
  • KAÍ - Karatesamband Íslands 9.475.000
  • BLÍ - Blaksamband Íslands 9.100.000

C-flokkur (Þróunar sérsambönd)

  • ÞRÍ - Þríþrautarsamband Íslands 4.300.000
  • HRÍ - Hjólreiðasamband Íslands 3.300.000
  • TSÍ - Tennissamband Íslands 2.300.000
  • ÍSS - Skautasamband Íslands 2.300.000
  • TKÍ - Taekwondósamband Íslands 2.200.000
  • HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands 1.950.000
  • KÍ - Klifursamband Íslands 1.925.000
  • BTÍ - Borðtennissamband Íslands 1.890.000
  • MSÍ - Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands 1.575.000
  • SÍL - Siglingasamband Íslands 1.162.500
  • AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands 787.500

Nánari útlistun á áhersluþáttum sjóðsins og hvernig einstaka þættir eru styrktir má sjá í tilkynningu á heimasíðu ÍSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×