HSÍ fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2023 18:00 Handknattleikslandslið karla tók nýverið þátt á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. HSÍ fær mest allra úr Afrekssjóði ÍSÍ. Vísir/Vilhelm Handknattleikssamband Íslands fær hæstu upphæðina úr Afrekssjóði ÍSÍ en tilkynnt var um úthlutun sjóðsins í dag. Alls úthlutar Afrekssjóðurinn meira en 500 milljónum til sérsambanda fyrir árið 2023. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu nú síðdegis þar sem sagt var frá úthlutun úr Afrekssjóði sambandsins fyrir árið 2023. Alls fá þrjátíu og tvö sérsambönd styrk úr sjóðnum af þeim þrjátíu og fimm sem sóttu um styrk. Styrkurinn nemur samtals rúmlega 535 milljónum og er hann tvískiptur, á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í lok desember var úthlutað 205 milljónum og á fundi í janúar rúmlega 330 milljónum. Ríkið leggur til tæplega 400 milljónir í sjóðinn en það framlag hefur haldist óbreytt síðustu ár. Í tilkynningunni er sagt að Afrekssjóður ÍSÍ sé að öðru leyti fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá. Handknattleikssamband Íslands fær mestu úthlutað, eða rúmum 82 milljónum, sem þó er fjórum milljónum minna en á síðasta ári. Þá fær Fimleikasamband Íslands tæpar 55 milljónir, Sundsamband Íslands, Frjálsíþróttasamband Íslands og Golfsamband Íslands fá öll tæpar 40 milljónir og Körfuknattleikssamband Íslands fær rúmar 35 milljónir. Sérsambönd ÍSÍ eru flokkuð í þrjá afreksflokka; A (Afrekssérsambönd), B (Alþjóðleg sérsambönd) og C (Þróunarsérsambönd). Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs sem sótti um styrk hjá Afrekssjóði ÍSÍ er rúmir þrír milljarðar og stuðningurinn nemendur því um 17,5% af heildarkostnaði sérsambandanna. Það er örlítið lægra en á síðasta ári. A-flokkur (Afrekssérsambönd) HSÍ - Handknattleikssamband Íslands 82.600.000 FSÍ - Fimleikasamband Íslands 54.700.000 SSÍ - Sundsamband Íslands 39.850.000 FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands 39.550.000 GSÍ - Golfsamband Íslands 39.400.000 SKÍ - Skíðasamband Íslands 36.500.000 ÍF - Íþróttasamband fatlaðra 29.375.000 B-flokkur (Alþjóðleg sérsambönd) KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands 35.800.000 KRA - Kraftlyftingasamband Íslands 18.225.000 LH - Landssamband hestamannafélaga 12.450.000 BFSÍ - Bogfimisamband Íslands 12.150.000 KLÍ - Keilusamband Íslands 12.050.000 LSÍ - Lyftingasamband Íslands 11.850.000 ÍHÍ - Íshokkísamband Íslands 11.800.000 STÍ - Skotíþróttasamband Íslands 11.550.000 SKY - Skylmingasamband Íslands 11.450.000 BSÍ - Badmintonsamband Íslands 11.400.000 DSÍ - Dansíþróttasamband Íslands 11.350.000 JSÍ - Júdósamband Íslands 11.250.000 KAÍ - Karatesamband Íslands 9.475.000 BLÍ - Blaksamband Íslands 9.100.000 C-flokkur (Þróunar sérsambönd) ÞRÍ - Þríþrautarsamband Íslands 4.300.000 HRÍ - Hjólreiðasamband Íslands 3.300.000 TSÍ - Tennissamband Íslands 2.300.000 ÍSS - Skautasamband Íslands 2.300.000 TKÍ - Taekwondósamband Íslands 2.200.000 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands 1.950.000 KÍ - Klifursamband Íslands 1.925.000 BTÍ - Borðtennissamband Íslands 1.890.000 MSÍ - Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands 1.575.000 SÍL - Siglingasamband Íslands 1.162.500 AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands 787.500 Nánari útlistun á áhersluþáttum sjóðsins og hvernig einstaka þættir eru styrktir má sjá í tilkynningu á heimasíðu ÍSÍ. ÍSÍ Handbolti Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu nú síðdegis þar sem sagt var frá úthlutun úr Afrekssjóði sambandsins fyrir árið 2023. Alls fá þrjátíu og tvö sérsambönd styrk úr sjóðnum af þeim þrjátíu og fimm sem sóttu um styrk. Styrkurinn nemur samtals rúmlega 535 milljónum og er hann tvískiptur, á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í lok desember var úthlutað 205 milljónum og á fundi í janúar rúmlega 330 milljónum. Ríkið leggur til tæplega 400 milljónir í sjóðinn en það framlag hefur haldist óbreytt síðustu ár. Í tilkynningunni er sagt að Afrekssjóður ÍSÍ sé að öðru leyti fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá. Handknattleikssamband Íslands fær mestu úthlutað, eða rúmum 82 milljónum, sem þó er fjórum milljónum minna en á síðasta ári. Þá fær Fimleikasamband Íslands tæpar 55 milljónir, Sundsamband Íslands, Frjálsíþróttasamband Íslands og Golfsamband Íslands fá öll tæpar 40 milljónir og Körfuknattleikssamband Íslands fær rúmar 35 milljónir. Sérsambönd ÍSÍ eru flokkuð í þrjá afreksflokka; A (Afrekssérsambönd), B (Alþjóðleg sérsambönd) og C (Þróunarsérsambönd). Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs sem sótti um styrk hjá Afrekssjóði ÍSÍ er rúmir þrír milljarðar og stuðningurinn nemendur því um 17,5% af heildarkostnaði sérsambandanna. Það er örlítið lægra en á síðasta ári. A-flokkur (Afrekssérsambönd) HSÍ - Handknattleikssamband Íslands 82.600.000 FSÍ - Fimleikasamband Íslands 54.700.000 SSÍ - Sundsamband Íslands 39.850.000 FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands 39.550.000 GSÍ - Golfsamband Íslands 39.400.000 SKÍ - Skíðasamband Íslands 36.500.000 ÍF - Íþróttasamband fatlaðra 29.375.000 B-flokkur (Alþjóðleg sérsambönd) KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands 35.800.000 KRA - Kraftlyftingasamband Íslands 18.225.000 LH - Landssamband hestamannafélaga 12.450.000 BFSÍ - Bogfimisamband Íslands 12.150.000 KLÍ - Keilusamband Íslands 12.050.000 LSÍ - Lyftingasamband Íslands 11.850.000 ÍHÍ - Íshokkísamband Íslands 11.800.000 STÍ - Skotíþróttasamband Íslands 11.550.000 SKY - Skylmingasamband Íslands 11.450.000 BSÍ - Badmintonsamband Íslands 11.400.000 DSÍ - Dansíþróttasamband Íslands 11.350.000 JSÍ - Júdósamband Íslands 11.250.000 KAÍ - Karatesamband Íslands 9.475.000 BLÍ - Blaksamband Íslands 9.100.000 C-flokkur (Þróunar sérsambönd) ÞRÍ - Þríþrautarsamband Íslands 4.300.000 HRÍ - Hjólreiðasamband Íslands 3.300.000 TSÍ - Tennissamband Íslands 2.300.000 ÍSS - Skautasamband Íslands 2.300.000 TKÍ - Taekwondósamband Íslands 2.200.000 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands 1.950.000 KÍ - Klifursamband Íslands 1.925.000 BTÍ - Borðtennissamband Íslands 1.890.000 MSÍ - Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands 1.575.000 SÍL - Siglingasamband Íslands 1.162.500 AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands 787.500 Nánari útlistun á áhersluþáttum sjóðsins og hvernig einstaka þættir eru styrktir má sjá í tilkynningu á heimasíðu ÍSÍ.
A-flokkur (Afrekssérsambönd) HSÍ - Handknattleikssamband Íslands 82.600.000 FSÍ - Fimleikasamband Íslands 54.700.000 SSÍ - Sundsamband Íslands 39.850.000 FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands 39.550.000 GSÍ - Golfsamband Íslands 39.400.000 SKÍ - Skíðasamband Íslands 36.500.000 ÍF - Íþróttasamband fatlaðra 29.375.000 B-flokkur (Alþjóðleg sérsambönd) KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands 35.800.000 KRA - Kraftlyftingasamband Íslands 18.225.000 LH - Landssamband hestamannafélaga 12.450.000 BFSÍ - Bogfimisamband Íslands 12.150.000 KLÍ - Keilusamband Íslands 12.050.000 LSÍ - Lyftingasamband Íslands 11.850.000 ÍHÍ - Íshokkísamband Íslands 11.800.000 STÍ - Skotíþróttasamband Íslands 11.550.000 SKY - Skylmingasamband Íslands 11.450.000 BSÍ - Badmintonsamband Íslands 11.400.000 DSÍ - Dansíþróttasamband Íslands 11.350.000 JSÍ - Júdósamband Íslands 11.250.000 KAÍ - Karatesamband Íslands 9.475.000 BLÍ - Blaksamband Íslands 9.100.000 C-flokkur (Þróunar sérsambönd) ÞRÍ - Þríþrautarsamband Íslands 4.300.000 HRÍ - Hjólreiðasamband Íslands 3.300.000 TSÍ - Tennissamband Íslands 2.300.000 ÍSS - Skautasamband Íslands 2.300.000 TKÍ - Taekwondósamband Íslands 2.200.000 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands 1.950.000 KÍ - Klifursamband Íslands 1.925.000 BTÍ - Borðtennissamband Íslands 1.890.000 MSÍ - Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands 1.575.000 SÍL - Siglingasamband Íslands 1.162.500 AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands 787.500
ÍSÍ Handbolti Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Sjá meira