Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. janúar 2023 11:58 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Vísir/Ívar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. Þetta kemur fram í tilkynningu Eflingar til fjölmiðla eftir að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari, boðaði til blaðamannafundar, í dag þar sem hann kynnti miðlunartillögu í kjaradeilunni. Miðlunatillagan felur það efnislega í sér að tilboð Samtaka atvinnulífsins til Eflingar verði lagt í dóm allra félagsmanna Eflingar sem umræddir kjarasamningar ná til. Það er að félagsmenn Eflingar fá sömu launahækkun og samið var um við Starfsgreinasambandið og að afturvirkni samningannna nái til 1. nóvember síðastliðins. „Efling – stéttarfélag hafnar lögmæti miðlunartillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram í morgun. Tillagan var lögð fram með óeðlilegum flýti og án samráðs við Eflingu. Ríkissáttasemjari hefur að mati Eflingar brotið ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur um samráð við deiluaðila, sem ber að viðhafa áður en miðlunartillaga er lögð fram, segir í tilkynningu Eflingar. Þar segir einnig að með henni hafi ríkissáttasemjari farið gegn þeim venjum sem tíðkist í samskiptum aðila vinnumarkaðarins. Umrædd miðlunartillögu fari ekki bil beggja. „Hin svokallaða miðlunartillaga felur í sér að afstöðu annars aðilans er þröngvað upp á hinn. Tillagan er algjörlega samhljóða síðasta tilboði Samtaka atvinnulífsins. Ekkert tillit var tekið til sjónarmiða Eflingar í tillögunni. Efling fordæmir þessi vinnubrögð, segir í tilkynningu Eflingar. Fram kom í máli Aðalsteins að tillagan feli það í sér að greidd verði atkvæði um miðlunartillöguna frá og með hádegi á laugardaginn og henni ljúki á þriðjudaginn næstkomandi klukkan 17. Tilkynning Eflingar Efling – stéttarfélag hafnar lögmæti miðlunartillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram í morgun. Tillagan var lögð fram með óeðlilegum flýti og án samráðs við Eflingu. Ríkissáttasemjari hefur að mati Eflingar brotið ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur um samráð við deiluaðila, sem ber að viðhafa áður en miðlunartillaga er lögð fram. Auk þess gengur miðlunartillaga ríkissáttasemjara gegn öllum venjum í samskiptum aðila vinnumarkaðarins, þar sem tíðkast hefur að miðlunartillögur fari bil beggja. Hin svokallaða miðlunartillaga felur í sér að afstöðu annars aðilans er þröngvað upp á hinn. Tillagan er algjörlega samhljóða síðasta tilboði Samtaka atvinnulífsins. Ekkert tillit var tekið til sjónarmiða Eflingar í tillögunni. Efling fordæmir þessi vinnubrögð. Á blaðamannafundi í dag lét ríkissáttasemjari þess ógetið að til að miðlunartillögu sé hafnað skv. lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nægir ekki að henni sé hafnað af meirihluta greiddra atkvæða. Mótatkvæði þurfa auk þess að vera fjórðungur af öllum á kjörskrá. Þetta fyrirkomulag atkvæðagreiðslu er ólýðræðisleg og íþyngjandi, sem setur enn frekari spurningarmerki við það samráðsleysi sem embætti ríkissáttasemjara sýnir gagnvart Eflingu. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Eflingar til fjölmiðla eftir að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari, boðaði til blaðamannafundar, í dag þar sem hann kynnti miðlunartillögu í kjaradeilunni. Miðlunatillagan felur það efnislega í sér að tilboð Samtaka atvinnulífsins til Eflingar verði lagt í dóm allra félagsmanna Eflingar sem umræddir kjarasamningar ná til. Það er að félagsmenn Eflingar fá sömu launahækkun og samið var um við Starfsgreinasambandið og að afturvirkni samningannna nái til 1. nóvember síðastliðins. „Efling – stéttarfélag hafnar lögmæti miðlunartillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram í morgun. Tillagan var lögð fram með óeðlilegum flýti og án samráðs við Eflingu. Ríkissáttasemjari hefur að mati Eflingar brotið ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur um samráð við deiluaðila, sem ber að viðhafa áður en miðlunartillaga er lögð fram, segir í tilkynningu Eflingar. Þar segir einnig að með henni hafi ríkissáttasemjari farið gegn þeim venjum sem tíðkist í samskiptum aðila vinnumarkaðarins. Umrædd miðlunartillögu fari ekki bil beggja. „Hin svokallaða miðlunartillaga felur í sér að afstöðu annars aðilans er þröngvað upp á hinn. Tillagan er algjörlega samhljóða síðasta tilboði Samtaka atvinnulífsins. Ekkert tillit var tekið til sjónarmiða Eflingar í tillögunni. Efling fordæmir þessi vinnubrögð, segir í tilkynningu Eflingar. Fram kom í máli Aðalsteins að tillagan feli það í sér að greidd verði atkvæði um miðlunartillöguna frá og með hádegi á laugardaginn og henni ljúki á þriðjudaginn næstkomandi klukkan 17. Tilkynning Eflingar Efling – stéttarfélag hafnar lögmæti miðlunartillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram í morgun. Tillagan var lögð fram með óeðlilegum flýti og án samráðs við Eflingu. Ríkissáttasemjari hefur að mati Eflingar brotið ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur um samráð við deiluaðila, sem ber að viðhafa áður en miðlunartillaga er lögð fram. Auk þess gengur miðlunartillaga ríkissáttasemjara gegn öllum venjum í samskiptum aðila vinnumarkaðarins, þar sem tíðkast hefur að miðlunartillögur fari bil beggja. Hin svokallaða miðlunartillaga felur í sér að afstöðu annars aðilans er þröngvað upp á hinn. Tillagan er algjörlega samhljóða síðasta tilboði Samtaka atvinnulífsins. Ekkert tillit var tekið til sjónarmiða Eflingar í tillögunni. Efling fordæmir þessi vinnubrögð. Á blaðamannafundi í dag lét ríkissáttasemjari þess ógetið að til að miðlunartillögu sé hafnað skv. lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nægir ekki að henni sé hafnað af meirihluta greiddra atkvæða. Mótatkvæði þurfa auk þess að vera fjórðungur af öllum á kjörskrá. Þetta fyrirkomulag atkvæðagreiðslu er ólýðræðisleg og íþyngjandi, sem setur enn frekari spurningarmerki við það samráðsleysi sem embætti ríkissáttasemjara sýnir gagnvart Eflingu.
Efling – stéttarfélag hafnar lögmæti miðlunartillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram í morgun. Tillagan var lögð fram með óeðlilegum flýti og án samráðs við Eflingu. Ríkissáttasemjari hefur að mati Eflingar brotið ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur um samráð við deiluaðila, sem ber að viðhafa áður en miðlunartillaga er lögð fram. Auk þess gengur miðlunartillaga ríkissáttasemjara gegn öllum venjum í samskiptum aðila vinnumarkaðarins, þar sem tíðkast hefur að miðlunartillögur fari bil beggja. Hin svokallaða miðlunartillaga felur í sér að afstöðu annars aðilans er þröngvað upp á hinn. Tillagan er algjörlega samhljóða síðasta tilboði Samtaka atvinnulífsins. Ekkert tillit var tekið til sjónarmiða Eflingar í tillögunni. Efling fordæmir þessi vinnubrögð. Á blaðamannafundi í dag lét ríkissáttasemjari þess ógetið að til að miðlunartillögu sé hafnað skv. lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nægir ekki að henni sé hafnað af meirihluta greiddra atkvæða. Mótatkvæði þurfa auk þess að vera fjórðungur af öllum á kjörskrá. Þetta fyrirkomulag atkvæðagreiðslu er ólýðræðisleg og íþyngjandi, sem setur enn frekari spurningarmerki við það samráðsleysi sem embætti ríkissáttasemjara sýnir gagnvart Eflingu.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda