Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Hólmfríður Gísladóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. janúar 2023 11:25 Ríkissáttasemjari Vilhelm Gunnarsson Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Þetta kom fram í máli Aðalsteins á blaðamannafundi í Karphúsinu í dag. Þar vísaði hann til þess að deilan væri í algjörum hnút sem lýsti sér best í því að verkföll væru á dagskrá og tal um verkbann hafi færst í aukana. Sagði Aðalsteinn því að hann sæi þann eina kost í stöðunni að leggja fram miðlunartillögu, sem hann hafi heimild til samkvæmt lögum. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar fái sömu launahækkun og samið var um við Starfsgreinasambandið. Þá felur tillagan einnig í sér að afturvirkni samninganna til 1. nóvember síðastliðins verði tryggð. Að auki felur tillagan í sér að allir félagsmenn Eflingar og aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins sem kjarasamningurinn nær til, munu greiða atkvæði um samninginn. Fram kom í máli Aðalsteins á fundinum að hann hefði skýra heimild í lögum til þess að leggja fram þessa tillögu. Bæði Eflingu og SA bæri skylda til þess að láta atkvæðagreiðsluna fara fram. Hefst hún á hádegi á laugardag og lýkur klukkan 17 á þriðjudag. Með þessu sagðist Aðalsteinn vera að stíga inn í deiluna, enda væri engin lausn í sjónmáli. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þetta kom fram í máli Aðalsteins á blaðamannafundi í Karphúsinu í dag. Þar vísaði hann til þess að deilan væri í algjörum hnút sem lýsti sér best í því að verkföll væru á dagskrá og tal um verkbann hafi færst í aukana. Sagði Aðalsteinn því að hann sæi þann eina kost í stöðunni að leggja fram miðlunartillögu, sem hann hafi heimild til samkvæmt lögum. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar fái sömu launahækkun og samið var um við Starfsgreinasambandið. Þá felur tillagan einnig í sér að afturvirkni samninganna til 1. nóvember síðastliðins verði tryggð. Að auki felur tillagan í sér að allir félagsmenn Eflingar og aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins sem kjarasamningurinn nær til, munu greiða atkvæði um samninginn. Fram kom í máli Aðalsteins á fundinum að hann hefði skýra heimild í lögum til þess að leggja fram þessa tillögu. Bæði Eflingu og SA bæri skylda til þess að láta atkvæðagreiðsluna fara fram. Hefst hún á hádegi á laugardag og lýkur klukkan 17 á þriðjudag. Með þessu sagðist Aðalsteinn vera að stíga inn í deiluna, enda væri engin lausn í sjónmáli. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira