Drepleiðinlegt og erfitt að koma sér í form Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. janúar 2023 15:30 Rúnar Hroði Geirmundsson ræddi um heilsuna í þættinum Ísland í dag. Stöð 2 Rúnar Hroði Geirmundsson einkaþjálfari segir að það sé ekki til nein skyndilausn til þess að bæta heilsuna. Rúnar er styrktarþjálfari og fyrrverandi atvinnumaður í kraftlyftingum fékk að eigin sögn nóg af umræðunni í samfélaginu og ákvað að birta pistil á Facebook síðu sinni sem hefur vakið mikla athygli. Þar skrifaði hann niður sín helstu hollráð og varaði lesendur við að hann tali óslípaða íslensku. „Sko ég er búin að vera að þjálfa í yfir áratug og er búinn að heyra allar afsakanirnar. Allir eru að reyna allar flýtileiðir og ég fékk bara nóg einn daginn.“ Ákvað hann að koma þessu frá sér í einföldu máli. „Þegar ég ýtti á enter þá sagði ég við mömmu mína, jæja núna verður allt vitlaust.“ Nú er komið nýtt ár og það er alls ekki óalgengt að margir ætli sér stóra hluti hvað heilsuna varðar á nýju ári. Markaðsöflin fara á yfirsnúning við að reyna að selja Íslendingum hina einu sönnu lausn í baráttunni við aukakílóin og bílastæði við líkamsræktarstöðvar landsins eru oftar en ekki yfirfull í upphafi árs. Rúnar ræddi málið við Þórdísi Valsdóttur í þættinum Ísland í dag. Sígarettur taldar hollar „Það er búið að flækja þetta svo rosalega,“ segir Rúnar um umræðuna um heilsu. „Þetta er ekkert flókið. Þetta er bara leiðinlegt. Ef þig langar að léttast, þá tekur það bara geðveikan tíma. Ef þig langar að breyta um lífsstíl, þá er það bara geðveikt erfitt. Þetta er erfitt fyrir okkur öll.“ Hann segir að þetta snúist bara um það hversu mikið viljum við þetta. Rúnar segir að það sé allt of algengt að fólk leiti að skyndilausnum og að hin og þessi æði hafi gripið um sig hér á landi og minnist meðal annars á bumbubanann sáluga sem margir muna eftir úr sjónvarpsmarkaðnum. Hann segir að það sé mikil þróun í því hvað telst hollt og hvað ekki. „Ég meina sígarettur voru einu sinni hollar og voru auglýstar í blaðinu.“ Lykillinn einfaldur „Ekki hugsa hvað þú ætlar að gera næstu fimm mánuðina, hugsaðu hvað þú ætlar að gera næstu fimmtíu árin,“ segir Rúnar og vonast hann til að Íslendingar hætti að leita að skyndilausnum. „Fara bara í 80, 90 prósent clean og þá eru þér allir vegir færir.“ Oft er talað um hina heilögu þrenningu þegar kemur að heilsu. Það er, næring, hreyfing og svefn. Rúnar segir að einfaldasta ráð sem hann getur gefið varðandi mataræði sé að fasta í sextán til átján tíma á dag, en að það henti ekki öllum að fasta. Rúnar segir að lykillinn að því að létta sig sé einfalt reikningsdæmi. „Lykillinn? Hann er ógeðslega leiðinlega einfaldur. Kynntu þér aðeins hvað þín grunnbrennsla er, þú tekur æfingu líka, sjáðu eftir daginn hvað þú ert að brenna mikið.“ Hann segir að það sé mjög einfalt að sjá að ef fólk brennir 2000 hitaeiningum en borðar 2200 þá geti það ekki greinnst. „Kaloríur inn, kaloríur út.“ Allir að lyfta Rúnar segir að það sé hægt að nýta sér smáforrit til þess að átta sig á því hversu margar hitaeiningar maður innbyrðir. „Skoðaðu bara allt sem þú ert að borða.“ Rúnar segir að safakúrar séu ekki nauðsynlegir til þess að hreinsa líkamann. „Ég er bara kominn með ógeð af þessum auglýsingum.“ Hvað varðar hreyfingu segir Rúnar að allir ættu að stunda styrktarþjálfun. „Já við eigum öll að vera að lyfta.“ Að lyfta þungu sé besta brennslan. Hann segir að þetta þurfi ekki að vera flókið þó verkefnið geti vaxið okkur í augum. „Það er bara mjög eðlilegt að mikla þetta fyrir sér, ég geri það líka.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Þar talar Rúnar um eigið 20 kílóa þyngdartap. Heilsa Ísland í dag Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
Rúnar er styrktarþjálfari og fyrrverandi atvinnumaður í kraftlyftingum fékk að eigin sögn nóg af umræðunni í samfélaginu og ákvað að birta pistil á Facebook síðu sinni sem hefur vakið mikla athygli. Þar skrifaði hann niður sín helstu hollráð og varaði lesendur við að hann tali óslípaða íslensku. „Sko ég er búin að vera að þjálfa í yfir áratug og er búinn að heyra allar afsakanirnar. Allir eru að reyna allar flýtileiðir og ég fékk bara nóg einn daginn.“ Ákvað hann að koma þessu frá sér í einföldu máli. „Þegar ég ýtti á enter þá sagði ég við mömmu mína, jæja núna verður allt vitlaust.“ Nú er komið nýtt ár og það er alls ekki óalgengt að margir ætli sér stóra hluti hvað heilsuna varðar á nýju ári. Markaðsöflin fara á yfirsnúning við að reyna að selja Íslendingum hina einu sönnu lausn í baráttunni við aukakílóin og bílastæði við líkamsræktarstöðvar landsins eru oftar en ekki yfirfull í upphafi árs. Rúnar ræddi málið við Þórdísi Valsdóttur í þættinum Ísland í dag. Sígarettur taldar hollar „Það er búið að flækja þetta svo rosalega,“ segir Rúnar um umræðuna um heilsu. „Þetta er ekkert flókið. Þetta er bara leiðinlegt. Ef þig langar að léttast, þá tekur það bara geðveikan tíma. Ef þig langar að breyta um lífsstíl, þá er það bara geðveikt erfitt. Þetta er erfitt fyrir okkur öll.“ Hann segir að þetta snúist bara um það hversu mikið viljum við þetta. Rúnar segir að það sé allt of algengt að fólk leiti að skyndilausnum og að hin og þessi æði hafi gripið um sig hér á landi og minnist meðal annars á bumbubanann sáluga sem margir muna eftir úr sjónvarpsmarkaðnum. Hann segir að það sé mikil þróun í því hvað telst hollt og hvað ekki. „Ég meina sígarettur voru einu sinni hollar og voru auglýstar í blaðinu.“ Lykillinn einfaldur „Ekki hugsa hvað þú ætlar að gera næstu fimm mánuðina, hugsaðu hvað þú ætlar að gera næstu fimmtíu árin,“ segir Rúnar og vonast hann til að Íslendingar hætti að leita að skyndilausnum. „Fara bara í 80, 90 prósent clean og þá eru þér allir vegir færir.“ Oft er talað um hina heilögu þrenningu þegar kemur að heilsu. Það er, næring, hreyfing og svefn. Rúnar segir að einfaldasta ráð sem hann getur gefið varðandi mataræði sé að fasta í sextán til átján tíma á dag, en að það henti ekki öllum að fasta. Rúnar segir að lykillinn að því að létta sig sé einfalt reikningsdæmi. „Lykillinn? Hann er ógeðslega leiðinlega einfaldur. Kynntu þér aðeins hvað þín grunnbrennsla er, þú tekur æfingu líka, sjáðu eftir daginn hvað þú ert að brenna mikið.“ Hann segir að það sé mjög einfalt að sjá að ef fólk brennir 2000 hitaeiningum en borðar 2200 þá geti það ekki greinnst. „Kaloríur inn, kaloríur út.“ Allir að lyfta Rúnar segir að það sé hægt að nýta sér smáforrit til þess að átta sig á því hversu margar hitaeiningar maður innbyrðir. „Skoðaðu bara allt sem þú ert að borða.“ Rúnar segir að safakúrar séu ekki nauðsynlegir til þess að hreinsa líkamann. „Ég er bara kominn með ógeð af þessum auglýsingum.“ Hvað varðar hreyfingu segir Rúnar að allir ættu að stunda styrktarþjálfun. „Já við eigum öll að vera að lyfta.“ Að lyfta þungu sé besta brennslan. Hann segir að þetta þurfi ekki að vera flókið þó verkefnið geti vaxið okkur í augum. „Það er bara mjög eðlilegt að mikla þetta fyrir sér, ég geri það líka.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Þar talar Rúnar um eigið 20 kílóa þyngdartap.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira