Innlent

Lík­fundur í Grafar­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynnt var um líkfundinn í morgun.
Tilkynnt var um líkfundinn í morgun.

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna líkfundar við Gufunesveg í Grafarvogi í Reykjavík í morgun.

DV greindi fyrst frá málinu en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, staðfestir líkfundinn í samtali við fréttastofu.

Líkið fannst á svæði nærri smáhýsum sem ætluð eru einstaklingum með vímuefna- og geðvanda.

Grímur segist lítið getað tjáð sig um málið umfram það að lík hafi fundist. Málið sé í rannsókn og of snemmt að tjá sig hvort að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×