Innlent

Læstur úti létt­klæddur, fjúkandi ljósa­staurar og út­köll björgunar­sveita

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Veðrið hefur leikið marga grátt í dag. 
Veðrið hefur leikið marga grátt í dag. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur staðið í ströngu en 62 mál voru skráð í dag. Veðrið virðist hafa verið í aðalhlutverki en stór hluti verkefna tengdust veðri og færð. Lögreglan þurft til dæmis að fjarlægja fokna ljósastaura og kalla til björgunarsveitir. Þá gistu níu manns í fangageymslum eftir nóttina.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Ljósastaurarnir fyrrnefndu fuku niður á Álftanesvegi og þurfti lögregla að fjarlægja þá, ekki fylgir sögunni hversu margir þeir voru. Þá aðstoðaði lögregla fólk við að festa niður garðhús og hemja þakdúk en kalla þurfti til björgunarsveitir vegna þakplatna sem voru við það að losna af þaki.

Þá björguðu lögregluþjónar við Hverfisgötu ruslatunnum sem voru á ferð og flugi vegna vindsins.

Lögregla vill minna eigendur báta að huga að bátum sínum vegna veðursins.

Veðrið var þó ekki það eina á dagskrá lögreglu en tilkynning um heimilisofbeldi barst og var maður handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. 

Níu manns voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar í nótt af fjölbreyttum ástæðum. Til dæmis vegna Líkamsárása, ölvunar eða húsnæðisleysis.

Óheppnin elti einhverja en lögreglu barst neyðarkall frá manni sem hafði læst sig úti léttklæddur en þegar lögreglu bar að garði hafði maðurinn komist aftur inn. Þar að auki var ekið á gangandi vegfaranda og segir lögregla mildi að enginn hafi slasast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×