Innlent

Við­gerð um borð í Hrafni Svein­bjarnar­syni lokið

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá aðgerðum í dag. 
Frá aðgerðum í dag.  Guðmundur St. Valdimarsson

Viðgerð um borð í togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni tókst síðdegis og siglir skipið nú fyrir eigin vélarafli. Togarinn heldur til Hafnarfjarðar þar sem gert er ráð fyrir að ný veiðarfæri verði sótt.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var um borð í varðskipinu Freyju, er skipinu var siglt til hjálpar vélarvana togara. Tilkynning barst frá togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni um klukkan fjögur í nótt um að togarinn væri aflvana.

Nauðsynlegt reyndist að skera á veiðarfæri skipsins úti fyrir Straumnesi í morgun og hefja drátt þegar í stað því hafís var komin nálægt togaranum og varðskipinu Freyju.

Freyja heldur nú norður fyrir land og ráðgert er að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fari frá borði á morgun.


Tengdar fréttir

Guðni var með er Hrafn Svein­björns­son var dreginn til hafnar

Varðskipið Freyja er lögð af stað með togarann Hrafn Sveinbjarnarson áleiðis til hafnar. Togarinn varð vélarvana um klukkan fjögur í nótt um fimmtíu sjómílur norðnorðvestur af Straumnesi. Forseti Íslands er um borð í skipinu. 

Forsetinn í varðskipi á leið til móts við vélarvana togara

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er um borð í varðskipinu Freyju, sem verið er að sigla til hjálpar vélarvana togara. Tilkynning barst frá togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni um klukkan fjögur í nótt um að togarinn væri aflvana.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.