Undrandi á yfirlýsingu Skúla Kristín Ólafsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 21. janúar 2023 20:59 Sara Pálsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður fjölskyldu konunnar sem lést. Vísir/Vilhelm Sara Pálsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður fjölskyldu konu sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir að matsgerð staðfesti að konan hafi verið sett í tilefnislausa lífslokameðferð. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Skúli Tómas Gunnlaugsson sætir lögreglurannsókn vegna ásakana um að hafa sett konuna, og fimm aðra sjúklinga, í slíkar meðferðir. Hann hafnaði öllum ásökunum í vikunni og sagði matsgerðina staðfesta að sjúklingarnir hefðu látist af náttúrulegum orsökum. Réttargæslumaður aðstandenda konunnar segir sér hafa brugðið við yfirlýsingu Skúla. Í samtali við fréttastofu segir Sara Skúla í yfirlýsingu sinni draga upp ranga mynd af sér og niðurstöðum matsgerðarinnar sem liggi fyrir. „Í öðru lagi að þá get ég ekki séð betur en hann sé að saka aðstandendur, eða mína umbjóðendur um að hafa haft uppi rangar sakir gegn sér opinberlega og hann sé einhverskonar fórnarlamb þessa. Ég tel að mér sem réttargæslumanni þessara aðstandenda sé skylt að stíga fram og leiðrétta þetta. Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði ég aldrei tjáð mig um þetta opinberlega með þessum hætti,“ segir Sara. Þá bendir hún á að hvergi í matsgerðinni standi að sjúklingurinn hafi látist af náttúrulegum orsökum, líkt og hafi verið haldið fram. Matsgerðin staðfesti frekar þær ásakanir sem hafi komið fram og mat Landlæknis þar að auki. Matsgerðin staðfesti í raun að konan hafi verið sett á lífslokameðferð án þess að vera haldin lífshættulegum sjúkdómi. „Sú meðferð fólst í því sem kallað er lyfjafjötrar. Það er í rauninni bara ástand þar sem einstaklingur er settur á svo þung og mikil lyf að það er viðbúið að viðkomandi geti hvorki nærst né tjáð sig fyllilega og að hreyfigeta sé verulega skert eða að meðvitundarstig viðkomandi sé verulega skert,“ segir Sara. Þá staðfesti matsgerðin að hennar mati að „þessi þunga lyfjameðferð hafi verið óeðlileg, órökstudd og óforsvaranleg og hún hafi verið á þessari meðferð, nánast allan þann tíma sem hún var inni á HS sem voru 79 dagar. Þar sem ástand hennar versnaði jafnt og þétt, þar sem hún upplifði mikla þjáningu sem endaði með því að hún síðan lést eftir 79 daga af þessari meðferð,“ segir Sara. Hann talar um að þessi matsgerð að staðfesti að sjúklingarnir og þar á meðal hún, hafi látist af náttúrulegum orsökum. Þú telur það ekki segja alla söguna greinilega? „Nei og mér finnst mjög undarlegt að nota þessi orð og þessa lýsingu í því samhengi þar sem hann lýsi því að hann hafi verið hafður fyrir röngum sökum. Í rauninni sú mynd sem hann er að draga upp opinberlega af málinu og matsgerð og því sem að þar er verið staðfest tel ég vera ranga,“ segir Sara og bendir á að í matsgerð hafi komið fram að konan hafi látist úr fjölkerfabilun. Hún tekur fram að hún hafi ekki læknisfræðilega menntun og geti því ekki greint þá staðreynd frekar. „En þegar að einstaklingur sem er ekki haldinn lífshættulegum sjúkdómi er settur á svona þunga lyfjameðferð og látinn sæta henni í 79 daga, ég meina, hvernig endar það?,“ segir Sara að lokum. Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Skúli Tómas Gunnlaugsson sætir lögreglurannsókn vegna ásakana um að hafa sett konuna, og fimm aðra sjúklinga, í slíkar meðferðir. Hann hafnaði öllum ásökunum í vikunni og sagði matsgerðina staðfesta að sjúklingarnir hefðu látist af náttúrulegum orsökum. Réttargæslumaður aðstandenda konunnar segir sér hafa brugðið við yfirlýsingu Skúla. Í samtali við fréttastofu segir Sara Skúla í yfirlýsingu sinni draga upp ranga mynd af sér og niðurstöðum matsgerðarinnar sem liggi fyrir. „Í öðru lagi að þá get ég ekki séð betur en hann sé að saka aðstandendur, eða mína umbjóðendur um að hafa haft uppi rangar sakir gegn sér opinberlega og hann sé einhverskonar fórnarlamb þessa. Ég tel að mér sem réttargæslumanni þessara aðstandenda sé skylt að stíga fram og leiðrétta þetta. Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði ég aldrei tjáð mig um þetta opinberlega með þessum hætti,“ segir Sara. Þá bendir hún á að hvergi í matsgerðinni standi að sjúklingurinn hafi látist af náttúrulegum orsökum, líkt og hafi verið haldið fram. Matsgerðin staðfesti frekar þær ásakanir sem hafi komið fram og mat Landlæknis þar að auki. Matsgerðin staðfesti í raun að konan hafi verið sett á lífslokameðferð án þess að vera haldin lífshættulegum sjúkdómi. „Sú meðferð fólst í því sem kallað er lyfjafjötrar. Það er í rauninni bara ástand þar sem einstaklingur er settur á svo þung og mikil lyf að það er viðbúið að viðkomandi geti hvorki nærst né tjáð sig fyllilega og að hreyfigeta sé verulega skert eða að meðvitundarstig viðkomandi sé verulega skert,“ segir Sara. Þá staðfesti matsgerðin að hennar mati að „þessi þunga lyfjameðferð hafi verið óeðlileg, órökstudd og óforsvaranleg og hún hafi verið á þessari meðferð, nánast allan þann tíma sem hún var inni á HS sem voru 79 dagar. Þar sem ástand hennar versnaði jafnt og þétt, þar sem hún upplifði mikla þjáningu sem endaði með því að hún síðan lést eftir 79 daga af þessari meðferð,“ segir Sara. Hann talar um að þessi matsgerð að staðfesti að sjúklingarnir og þar á meðal hún, hafi látist af náttúrulegum orsökum. Þú telur það ekki segja alla söguna greinilega? „Nei og mér finnst mjög undarlegt að nota þessi orð og þessa lýsingu í því samhengi þar sem hann lýsi því að hann hafi verið hafður fyrir röngum sökum. Í rauninni sú mynd sem hann er að draga upp opinberlega af málinu og matsgerð og því sem að þar er verið staðfest tel ég vera ranga,“ segir Sara og bendir á að í matsgerð hafi komið fram að konan hafi látist úr fjölkerfabilun. Hún tekur fram að hún hafi ekki læknisfræðilega menntun og geti því ekki greint þá staðreynd frekar. „En þegar að einstaklingur sem er ekki haldinn lífshættulegum sjúkdómi er settur á svona þunga lyfjameðferð og látinn sæta henni í 79 daga, ég meina, hvernig endar það?,“ segir Sara að lokum.
Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira