Innlent

Leki í íbúð í Hafnar­firði: „Þetta eru flötu þökin að valda vand­ræðum“

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning um lekann í Hafnarfirði barst um klukkan sjö í morgun.
Tilkynning um lekann í Hafnarfirði barst um klukkan sjö í morgun. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna leka inn í íbúð við Stekkjarhvammi í Hafnarfirði.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynningin um klukkan sjö í morgun. 

„Þetta eru flötu þökin að valda vandræðum,“ segir varðstjóri hjá slökkviliði. „Það hefur snjór verið að safnast saman á þakinu, niðurföll eru óvirk og þá hefur lekið inn.“

Þetta er annað útkall slökkviliðsins í morgun vegna leka inn í íbúð en slökkvilið er enn að störfum í íbúð við Kolagötu í miðborg Reykjavíkur þar sem lekið hafði inn.

Reikna má með að nóg verði að gera hjá slökkviliði í dag vegna asahláku.


Tengdar fréttir

Lak inn í íbúð við Kola­götu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að tilkynnt var um leka í íbúð við Kolagötu í miðborg Reykjavíkur í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×