Innlent

Eldur við skóla slökktur með snjó

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vaktin virðist hafa verið fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Vaktin virðist hafa verið fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm

Einn var vistaður í fangageymslu í gærkvöldi vegna hótana og eignaspjalla og annar vegna ölvunarástands. Þá var tilkynnt um eld við skóla en hann var slökktur með snjó.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar.

Lögregla var einnig kölluð til vegna manns sem var óvelkominn þar sem hann var. Varð hann við beiðni lögreglu um að yfirgefa staðinn. Engar nánari upplýsingar liggja fyrir um atvikið.

Lögregla hafði einnig afskipti af tveimur einstaklingum vegna eignaspjalla á bifreið en annars tengdust flest verkefni næturinnar ökumönnum, sem voru margir stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum.

Tveir voru teknir við að aka á móti rauðu ljósi og þá barst tilkynning um árekstur á kyrrstæða bifreið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×