Sundlaugunum í Reykjavík lokað á morgun vegna skerðingar á heitu vatni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2023 15:05 Fastagestir í Vesturbæjarlaug í Reykjavík verða að baða sig annars staðar á morgun. Vísir/Vilhelm Veitur munu á morgun skerða framlag á heitu vatni til stórnotenda, þar á meðal sundlauga á höfuðborgarsvæðinu vegna álags á hitaveitukerfi í kuldatíðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem hefur tekið ákvörðun vegna þessa um að loka sundlaugunum í Reykjavík og baðaðstöðunni við Ylströndina í Nauthólsvík á morgun. Opnunartími verður hins vegar óbreyttur í dag. „Að sögn Veitna verður staðan metin aftur í fyrramálið og þá tekin ákvörðun um framhaldið. Búist er við að dragi úr frosti og þar með álagi á hitaveitukerfið á föstudag,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Frost í höfuðborginni hefur verið í kringum ellefu stig í dag og verður áfram kalt framan af degi á morgun. Veðurspáin gerir þó ráð fyrir að hitinn rjúki upp á föstudaginn og verði allt að átta gráður. Laugardalslaug verður lokuð á morgun.Vísir/Vilhelm „Við erum með opið til 22 í kvöld og eftir það byrjum við að kæla niður laugarnar þannig þær munu ekki opna í fyrramálið klukkan hálf sjö og við verðum með lokað að minnsta kosti allan morgundaginn. Staðan verður tekin síðar á morgun en að öllum líkindum, alla vega fram að hádegi (föstudag), verðum við með laugarnar lokaðar,“ segir Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. „Við þurftum að loka þarna í desember, lokuðum í um tvo sólarhringa frá hádegi á mánudegi nítjánda desember og fram til hádegis á miðvikudegi. Svo hefur þetta verið yfirvofandi að það gæti komið til lokunar. Við vorum með þetta til skoðunar og vorum á vaktinni síðastliðna helgi en þá kom það ekki til. En núna verður lokað á morgun og stendur vonandi stutt yfir því það er náttúrulega að koma heitara loft yfir okkur.“ Hann segir að tíma geti tekið að hita aftur upp stórar laugar. „Tilmælin frá Veitum eru til stórnotenda og við erum mjög stór notandi á heitu vatni þannig við bregðumst við og tökum þátt í því svo að hægt sé að nota vatnið til húshitunar.“ Sundlaugar Reykjavík Veður Orkumál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem hefur tekið ákvörðun vegna þessa um að loka sundlaugunum í Reykjavík og baðaðstöðunni við Ylströndina í Nauthólsvík á morgun. Opnunartími verður hins vegar óbreyttur í dag. „Að sögn Veitna verður staðan metin aftur í fyrramálið og þá tekin ákvörðun um framhaldið. Búist er við að dragi úr frosti og þar með álagi á hitaveitukerfið á föstudag,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Frost í höfuðborginni hefur verið í kringum ellefu stig í dag og verður áfram kalt framan af degi á morgun. Veðurspáin gerir þó ráð fyrir að hitinn rjúki upp á föstudaginn og verði allt að átta gráður. Laugardalslaug verður lokuð á morgun.Vísir/Vilhelm „Við erum með opið til 22 í kvöld og eftir það byrjum við að kæla niður laugarnar þannig þær munu ekki opna í fyrramálið klukkan hálf sjö og við verðum með lokað að minnsta kosti allan morgundaginn. Staðan verður tekin síðar á morgun en að öllum líkindum, alla vega fram að hádegi (föstudag), verðum við með laugarnar lokaðar,“ segir Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. „Við þurftum að loka þarna í desember, lokuðum í um tvo sólarhringa frá hádegi á mánudegi nítjánda desember og fram til hádegis á miðvikudegi. Svo hefur þetta verið yfirvofandi að það gæti komið til lokunar. Við vorum með þetta til skoðunar og vorum á vaktinni síðastliðna helgi en þá kom það ekki til. En núna verður lokað á morgun og stendur vonandi stutt yfir því það er náttúrulega að koma heitara loft yfir okkur.“ Hann segir að tíma geti tekið að hita aftur upp stórar laugar. „Tilmælin frá Veitum eru til stórnotenda og við erum mjög stór notandi á heitu vatni þannig við bregðumst við og tökum þátt í því svo að hægt sé að nota vatnið til húshitunar.“
Sundlaugar Reykjavík Veður Orkumál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira