„Ég vil verða forsætisráðherra og helst ekki fara með Sjálfstæðisflokknum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. janúar 2023 15:12 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar var nýliði við formannsborðið í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag. Vísir/Hulda Margrét „Ég á mánuð eftir,“ segir ófrísk Kristrún Frostadóttir sem gerir ráð fyrir að þurfa að vinna eitthvað í fæðingarorlofinu, enda gangi í raun ekki að vera formaður stjórnmálaflokks og vera frá í lengri tíma. „Ég ætla að fá varaþingmann núna í þrjá mánuði til að byrja með. Svo mun ég hafa seturétt á þinginu í vor þegar það eru þinglok,“ segir Kristrún sem á von á annarri stúlku. „Ég ætla að reyna að ná sex mánuðum með henni.“ Kristrún segir að það sé best að vera með eðlilegar væntingar til þess. „Þú ert ekkert látin alveg í friði þegar þú ert í svona stöðu þannig að ég ætla að reyna að vera eins „Zen“ og ég get.“ Langaði ekki að verða bankastjóri Sindri Sindrason hitti Kristrúnu á heimili hennar og eiginmannsins í Háaleitinu í Reykjavík og fékk að kynnast hinni hliðinni á henni. Hann spurði meðal annars út í æskuna, námsferilinn, framtíðarplönin, hjónabandið og af hverju hún endaði í stjórnmálum. „Það héldu allir að ég yrði læknir,“ segir Kristrún sem valdi að verða hagfræðingur. Móðir hennar var læknir og starfaði meðal annars í tvo áratugi á bráðamóttökunni. Eftir nám og starf erlendis byrjaði hún að vinna hjá Kviku banka hér á landi. „Ég ætlaði mér aldrei að verða bankastjóri eða neitt svoleiðis. Ég var hagfræðingur í grunninn og er það og hef alltaf haft áhuga á þjóðfélagsmálum og fannst félagslega hliðin á hagfræðinni alltaf mjög skemmtileg.“ Hún hafði ekki endilega hugsað sér að fara út í pólitík. „Ég áttaði mig ekki á því, fyrr en ég var hvött til að fara í framboð, að þetta væri mögulega vettvangur fyrir mig. Ég fór inn í þetta mjög fókuseruð á verkefnið. Ég vildi sjá ákveðna mynd í efnahagsmálum og velferðarmálum. Ég var ekkert endilega að hugsa um einhvern persónulegan pólitískan feril. “ Ísland í dag innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24 Myndir og myndbönd: Kryddsíld á bak við tjöldin Kryddsíld Stöðvar 2 var á sínum stað á gamlársdag (útsendinguna má sjá í heild sinni hér að ofan) og að vanda var mikið lagt í allan undirbúning þáttarins. Á bak við tjöldin fer ýmislegt fjölbreytt fram á síðustu stundu enda að mörgu að huga. 5. janúar 2023 11:50 Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra. 31. desember 2022 14:52 Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. 30. desember 2022 19:36 Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Ég ætla að fá varaþingmann núna í þrjá mánuði til að byrja með. Svo mun ég hafa seturétt á þinginu í vor þegar það eru þinglok,“ segir Kristrún sem á von á annarri stúlku. „Ég ætla að reyna að ná sex mánuðum með henni.“ Kristrún segir að það sé best að vera með eðlilegar væntingar til þess. „Þú ert ekkert látin alveg í friði þegar þú ert í svona stöðu þannig að ég ætla að reyna að vera eins „Zen“ og ég get.“ Langaði ekki að verða bankastjóri Sindri Sindrason hitti Kristrúnu á heimili hennar og eiginmannsins í Háaleitinu í Reykjavík og fékk að kynnast hinni hliðinni á henni. Hann spurði meðal annars út í æskuna, námsferilinn, framtíðarplönin, hjónabandið og af hverju hún endaði í stjórnmálum. „Það héldu allir að ég yrði læknir,“ segir Kristrún sem valdi að verða hagfræðingur. Móðir hennar var læknir og starfaði meðal annars í tvo áratugi á bráðamóttökunni. Eftir nám og starf erlendis byrjaði hún að vinna hjá Kviku banka hér á landi. „Ég ætlaði mér aldrei að verða bankastjóri eða neitt svoleiðis. Ég var hagfræðingur í grunninn og er það og hef alltaf haft áhuga á þjóðfélagsmálum og fannst félagslega hliðin á hagfræðinni alltaf mjög skemmtileg.“ Hún hafði ekki endilega hugsað sér að fara út í pólitík. „Ég áttaði mig ekki á því, fyrr en ég var hvött til að fara í framboð, að þetta væri mögulega vettvangur fyrir mig. Ég fór inn í þetta mjög fókuseruð á verkefnið. Ég vildi sjá ákveðna mynd í efnahagsmálum og velferðarmálum. Ég var ekkert endilega að hugsa um einhvern persónulegan pólitískan feril. “ Ísland í dag innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24 Myndir og myndbönd: Kryddsíld á bak við tjöldin Kryddsíld Stöðvar 2 var á sínum stað á gamlársdag (útsendinguna má sjá í heild sinni hér að ofan) og að vanda var mikið lagt í allan undirbúning þáttarins. Á bak við tjöldin fer ýmislegt fjölbreytt fram á síðustu stundu enda að mörgu að huga. 5. janúar 2023 11:50 Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra. 31. desember 2022 14:52 Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. 30. desember 2022 19:36 Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24
Myndir og myndbönd: Kryddsíld á bak við tjöldin Kryddsíld Stöðvar 2 var á sínum stað á gamlársdag (útsendinguna má sjá í heild sinni hér að ofan) og að vanda var mikið lagt í allan undirbúning þáttarins. Á bak við tjöldin fer ýmislegt fjölbreytt fram á síðustu stundu enda að mörgu að huga. 5. janúar 2023 11:50
Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra. 31. desember 2022 14:52
Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. 30. desember 2022 19:36