Skólagjöldin að sliga listnema Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2023 13:42 Fríða Björk Ingvarsdóttir er rektor Listaháskóla Íslands en nemendur þar krefjast útskýringa á því hvers vegna skólagjöld séu hækkuð árlega. vísir/bjarni Nemendur við Listaháskóla Íslanda hafa sent frá bréf til skólastjórnar þar sem hækkun skólagjalda er mótmælt hástöfum. Nemendurnir krefja stjórn skólans svara og vilja vita hvernig á því standi að skólagjöldin hækki árlega án nokkurra útskýringa: Hvað skýri þá hækkun? „Til dæmis greiddu nemendur skólans sem eru nú á öðru ári 298 þúsund krónur á önn fyrsta árið sitt í skólanum. Nú er ljóst að næsta haust verða þau gjöld orðin 340 þúsund krónur.“ Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum er rakið að í heimsfaraldri Covid19 hafi hagnaður Listaháskólans, samkvæmt ársreikningi skólans, verið 138 milljónir króna og eigið fé 91 milljón. Skólanum var þá lokað og nemendum meinaður aðgangur. En kennarar hafi af mikilli ósérhlífni hagað námskeiðahaldi sínu að teknu tilliti til aðstæðna. Íslenskir námsmenn steypi sér í skuldir Spurt er hvers vegna ekki hafi verið tekin sú ákvörðun þá að styðja við bak nemenda með afslætti á skólagjöldum líkt og margir erlendir listaháskólar gerðu? „Hluti af skólagjöldum okkar fer að öllum líkindum í einhverja þá hluti sem lögðust af á þessum tíma, er hluti af þessum 138 m.kr. þá ekki peningur nemenda? Það væri því ágætt að fá nákvæmar upplýsingar um það hvert þessi hækkandi upphæð, sem við greiðum skólanum tvisvar á ári er að fara? Fá fyrirtæki myndu boða til sambærilegra verðhækkana án útskýringa eða sérstakrar tilkynningar þess efnis,“ segir í bréfinu. Í bréfi sem nemar við Listaháskóla Íslands hafa sent skólastjórn kemur fram að stuðningur við listnema í nágrannalöndum sé miklu meiri en er á Íslandi.vísir/vilhelm Þá er því velt upp hvort skólagjöld Listaháskólans séu að upplagi of há en samkvæmt upplýsingum sem finna má á síðu Stúdentaráðs Háskóla Íslands eru skólagjöld á Íslandi ekki á pari við það sem þekkist meðal nágranna okkar á Norðurlöndunum né tekjur nemenda. „Sú er staðreyndin að hluti nemenda skuldsetur sig á meðan á námi stendur og því er fjárhagslegt öryggi þeirra til frambúðar ekki tryggt hérlendis.“ Íslenskir stúdentar fá miklu minni stuðning en nágrannar okkar Þá er bent á í bréfinu að 71 prósent íslenskra stúdenta vinni samhliða námi. Af þeim eru 72 prósent íslenskra stúdenta sem vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að stunda nám. Í samanburði við Norðurlöndin skora íslenskir stúdentar þar hæst. Fullyrt er að rúm 30 prósent stúdenta eigi við fjárhagslega örðugleika að stríða og fjórðungur þeirra telur að vinna samhliða námi hafi neikvæð áhrif á námsárangurinn. „Samkvæmt árstölum eru heildartekjur háskóla á ársnema á Norðurlöndunum að meðaltali 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi aðeins 2,9 milljónir. Nemendur á Íslandi fá því um 1,7 milljónum krónum minna. Raunin er því sú að fjárhagslegur stuðningur við fólk í námi er af skornum skammti miðað við önnur Norðurlönd.“ Undir bréfið skrifar Valgerður Birna Jónsdóttir fyrir hönd nemenda en jafnframt fylgir skjal með nöfnum þeirra. Stjórnsýsla Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Nemendurnir krefja stjórn skólans svara og vilja vita hvernig á því standi að skólagjöldin hækki árlega án nokkurra útskýringa: Hvað skýri þá hækkun? „Til dæmis greiddu nemendur skólans sem eru nú á öðru ári 298 þúsund krónur á önn fyrsta árið sitt í skólanum. Nú er ljóst að næsta haust verða þau gjöld orðin 340 þúsund krónur.“ Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum er rakið að í heimsfaraldri Covid19 hafi hagnaður Listaháskólans, samkvæmt ársreikningi skólans, verið 138 milljónir króna og eigið fé 91 milljón. Skólanum var þá lokað og nemendum meinaður aðgangur. En kennarar hafi af mikilli ósérhlífni hagað námskeiðahaldi sínu að teknu tilliti til aðstæðna. Íslenskir námsmenn steypi sér í skuldir Spurt er hvers vegna ekki hafi verið tekin sú ákvörðun þá að styðja við bak nemenda með afslætti á skólagjöldum líkt og margir erlendir listaháskólar gerðu? „Hluti af skólagjöldum okkar fer að öllum líkindum í einhverja þá hluti sem lögðust af á þessum tíma, er hluti af þessum 138 m.kr. þá ekki peningur nemenda? Það væri því ágætt að fá nákvæmar upplýsingar um það hvert þessi hækkandi upphæð, sem við greiðum skólanum tvisvar á ári er að fara? Fá fyrirtæki myndu boða til sambærilegra verðhækkana án útskýringa eða sérstakrar tilkynningar þess efnis,“ segir í bréfinu. Í bréfi sem nemar við Listaháskóla Íslands hafa sent skólastjórn kemur fram að stuðningur við listnema í nágrannalöndum sé miklu meiri en er á Íslandi.vísir/vilhelm Þá er því velt upp hvort skólagjöld Listaháskólans séu að upplagi of há en samkvæmt upplýsingum sem finna má á síðu Stúdentaráðs Háskóla Íslands eru skólagjöld á Íslandi ekki á pari við það sem þekkist meðal nágranna okkar á Norðurlöndunum né tekjur nemenda. „Sú er staðreyndin að hluti nemenda skuldsetur sig á meðan á námi stendur og því er fjárhagslegt öryggi þeirra til frambúðar ekki tryggt hérlendis.“ Íslenskir stúdentar fá miklu minni stuðning en nágrannar okkar Þá er bent á í bréfinu að 71 prósent íslenskra stúdenta vinni samhliða námi. Af þeim eru 72 prósent íslenskra stúdenta sem vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að stunda nám. Í samanburði við Norðurlöndin skora íslenskir stúdentar þar hæst. Fullyrt er að rúm 30 prósent stúdenta eigi við fjárhagslega örðugleika að stríða og fjórðungur þeirra telur að vinna samhliða námi hafi neikvæð áhrif á námsárangurinn. „Samkvæmt árstölum eru heildartekjur háskóla á ársnema á Norðurlöndunum að meðaltali 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi aðeins 2,9 milljónir. Nemendur á Íslandi fá því um 1,7 milljónum krónum minna. Raunin er því sú að fjárhagslegur stuðningur við fólk í námi er af skornum skammti miðað við önnur Norðurlönd.“ Undir bréfið skrifar Valgerður Birna Jónsdóttir fyrir hönd nemenda en jafnframt fylgir skjal með nöfnum þeirra.
Stjórnsýsla Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira