Rafmagnsleysið sýni alvarleika þess að vera háð einni línu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2023 11:05 Framkvæmdir við Suðurnesjalína 2 hafa verið í startholunum en eitt framkvæmdaleyfi skortir. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri hjá Landsnet segir að rafmagnsleysið sem varð á Reykjanesi í gær sýni alvarleika þess að svæðið sé háð einni raforkulínu. Lagning annarrar línu á svæðið hefur strandað á sveitarfélaginu Vogum. Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í gær þegar Suðurnesjalínu sló út. Síðar kom á daginn að eldingavari í tengivirki Landsnets í Fitjum í Reykjanesbæ sló út. Talið er að um þrjátíu þúsund manns hafi verið án rafmagns vegna bilunarinnar. „Öll okkar tæki sem við mennirnir búum til, þau bila alltaf að lokum. Það kemur eitthvað upp á. Það er ekkert óeðlilegt að það gerist,“ sagði Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri Þróunar og tæknisviðs Landsnets, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem umrædd bilun var til umræðu. Sagði hann rafmagnsleysið í gær sýna alvarleika þess að Reykjanes sé háð einni raforkulínu. Ef eitthvað bilaði hefði það víðtæk áhrif. „Það kemur reglulega eitthvað upp. Eitt árið fauk járnplata í línuna, þá varð rafmagnslaust. Eitt árið mokaði verktaki í jarðstreng hjá okkur, þá varð rafmagnslaust. Einhvern tímann var selta, þá varð rafmagnslaust,“ sagði Sverrir. „Það sem ég kann til þess að laga þetta það er einfaldlega það að hafa tvær línur. Hjáleið, eins og það heitir í vegakerfinu,“ sagði Sverrir enn fremur. Talið barst þá að Suðurnesjalínu 2 sem verið hefur í bígerð undanfarin ár. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. „Það hefur verið ósætti um þá framkvæmd,“ sagði Sverrir og vísaði þar í að sveitarfélagið Vogar hafi ekki afgreitt framkvæmdaleyfi svo hefja megi framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2. Vogar vilja jarðstreng en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Málið hefur verið nokkuð hitamál og fyrir jól flugu nokkur skot á milli Landsnets og sveitarfélagsins í opinberri umræðu. „Eins og staðan er í dag þá höfum við leyfi frá okkar eftirlitsaðila sem er Orkustofnun. Línan fer um fjögur sveitarfélög. Við erum með framkvæmdaleyfi þriggja þeirra. Okkur vantar fjórða framkvæmdaleyfið,“ sagði Sverrir. Bæjarstjóri Voga sagði fyrir áramót að málið væri í eðlilegu ferli hjá sveitarfélaginu, reiknað væri með að ákvörðun myndi liggja fyrir fljótlega eftir áramót. „Ég hef fulla trú á því að það sé að hreyfast,“ sagði Sverrir um stöðuna á Suðurnesjalínu 2. Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Bítið Tengdar fréttir „Vonum bara að ljósin hangi inni í kvöld“ Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í dag þegar Suðurnesjalínu sló út. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir bilunina minna á nauðsyn þess að önnur lína verði lögð á Suðurnesjum. 16. janúar 2023 20:23 Bæjarstjórinn í Vogum hneykslaður og svarar Landsneti fullum hálsi Sveitarstjóri í Vogum segir fráleitt að þurfa að sitja undir því að Landsnet grafi undan faglegri og lögbundinni stjórnsýslu. Framkvæmdastjóri Landsnets segir seinagang í Vogum skila sér í töpuðum tækifærum og jafnvel milljörðum króna. 22. desember 2022 12:17 Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. 4. febrúar 2022 13:30 Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19. desember 2021 20:21 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í gær þegar Suðurnesjalínu sló út. Síðar kom á daginn að eldingavari í tengivirki Landsnets í Fitjum í Reykjanesbæ sló út. Talið er að um þrjátíu þúsund manns hafi verið án rafmagns vegna bilunarinnar. „Öll okkar tæki sem við mennirnir búum til, þau bila alltaf að lokum. Það kemur eitthvað upp á. Það er ekkert óeðlilegt að það gerist,“ sagði Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri Þróunar og tæknisviðs Landsnets, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem umrædd bilun var til umræðu. Sagði hann rafmagnsleysið í gær sýna alvarleika þess að Reykjanes sé háð einni raforkulínu. Ef eitthvað bilaði hefði það víðtæk áhrif. „Það kemur reglulega eitthvað upp. Eitt árið fauk járnplata í línuna, þá varð rafmagnslaust. Eitt árið mokaði verktaki í jarðstreng hjá okkur, þá varð rafmagnslaust. Einhvern tímann var selta, þá varð rafmagnslaust,“ sagði Sverrir. „Það sem ég kann til þess að laga þetta það er einfaldlega það að hafa tvær línur. Hjáleið, eins og það heitir í vegakerfinu,“ sagði Sverrir enn fremur. Talið barst þá að Suðurnesjalínu 2 sem verið hefur í bígerð undanfarin ár. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. „Það hefur verið ósætti um þá framkvæmd,“ sagði Sverrir og vísaði þar í að sveitarfélagið Vogar hafi ekki afgreitt framkvæmdaleyfi svo hefja megi framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2. Vogar vilja jarðstreng en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Málið hefur verið nokkuð hitamál og fyrir jól flugu nokkur skot á milli Landsnets og sveitarfélagsins í opinberri umræðu. „Eins og staðan er í dag þá höfum við leyfi frá okkar eftirlitsaðila sem er Orkustofnun. Línan fer um fjögur sveitarfélög. Við erum með framkvæmdaleyfi þriggja þeirra. Okkur vantar fjórða framkvæmdaleyfið,“ sagði Sverrir. Bæjarstjóri Voga sagði fyrir áramót að málið væri í eðlilegu ferli hjá sveitarfélaginu, reiknað væri með að ákvörðun myndi liggja fyrir fljótlega eftir áramót. „Ég hef fulla trú á því að það sé að hreyfast,“ sagði Sverrir um stöðuna á Suðurnesjalínu 2.
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Bítið Tengdar fréttir „Vonum bara að ljósin hangi inni í kvöld“ Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í dag þegar Suðurnesjalínu sló út. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir bilunina minna á nauðsyn þess að önnur lína verði lögð á Suðurnesjum. 16. janúar 2023 20:23 Bæjarstjórinn í Vogum hneykslaður og svarar Landsneti fullum hálsi Sveitarstjóri í Vogum segir fráleitt að þurfa að sitja undir því að Landsnet grafi undan faglegri og lögbundinni stjórnsýslu. Framkvæmdastjóri Landsnets segir seinagang í Vogum skila sér í töpuðum tækifærum og jafnvel milljörðum króna. 22. desember 2022 12:17 Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. 4. febrúar 2022 13:30 Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19. desember 2021 20:21 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
„Vonum bara að ljósin hangi inni í kvöld“ Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í dag þegar Suðurnesjalínu sló út. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir bilunina minna á nauðsyn þess að önnur lína verði lögð á Suðurnesjum. 16. janúar 2023 20:23
Bæjarstjórinn í Vogum hneykslaður og svarar Landsneti fullum hálsi Sveitarstjóri í Vogum segir fráleitt að þurfa að sitja undir því að Landsnet grafi undan faglegri og lögbundinni stjórnsýslu. Framkvæmdastjóri Landsnets segir seinagang í Vogum skila sér í töpuðum tækifærum og jafnvel milljörðum króna. 22. desember 2022 12:17
Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. 4. febrúar 2022 13:30
Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19. desember 2021 20:21