Innlent

Tveir sóttu um em­bætti vara­dómanda við Endur­upp­töku­dóm eftir aðra at­rennu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Dómsmálaráðuneytið auglýsti stöðuna aftur.
Dómsmálaráðuneytið auglýsti stöðuna aftur. Stjórnarráð

Tveir sóttu um embætti varadómanda við Endurupptökudóm, aðeins er um eina stöðu að ræða.

Embættið var auglýst þann 23. desember og rann umsóknarfresturinn út þann 9. janúar síðastliðinn.

Auglýsingar dómsmálaráðuneytisins vegna stöðunnar eiga sér þó lengri sögu en eitt embætti dómanda ásamt einu embætti varadómanda við Endurupptökudóm voru auglýst þann 28. október síðastliðinn. Aðeins ein umsókn barst ráðuneytinu frá Stefáni Geir Þórissyni. 

Stefán Geir var í kjölfarið skipaður í embætti dómara og hefur hann störf þann 1. febrúar næstkomandi.

Umsækjendurnir að þessu sinni eru Helgi Birgisson, lögmaður og Jónas Þór Guðmundsson lögmaður. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að skipað verði í embættið „hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilar ráðherra umsögn sinni.“


Tengdar fréttir

Stefán nýr dómari við endur­upp­töku­dóm

Stefán Geir Þórisson hefur verið skipaður í embætti dómara við endurupptökudóm frá og með 1. febrúar næstkomandi. Stefán hefur frá ársbyrjun 2021 verið varadómari við dóminn. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×