Á Brúnum í Eyjafirði eru þau Hugrún Hjörleifsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Einar Gíslason, kennari og myndlistarmaður með kaffihús og sýningarsal með galleri, sem er opið yfir sumartímann. Auk þess eru með hesta og hestasýningar fyrir ferðamenn og sauðfé er líka á bænum.
Bestu stundirnar á Einar á vinnustofunni sinni yfir vetrartímann þegar rólegt er í ferðaþjónustunni og þá gerir hann mikið af því að mála hrúta. Hann málar þó líka hesta og mannamyndir alls konar en hrútarnir eru í mestu uppáhaldi hjá honum.

„Margir koma hérna, sérstaklega allir, sem koma á hestasýningar, þeir fara hérna niður og skoða og gramsa pínu. Ég málaði einhvern tíman svona hrúta og þeir hurfu allir en ég farin að mála þá núna miklu stærri. Þetta er gaman, maður er náttúrulega með kindur og lifir og hrærist í þessum heimi,“ segir Einar.
Einar segist vera mikill dýrakall.
„Já, já, það hefur bara fylgd mér. Þess vegna fór ég í sveit, það var ekki spurning. Ég ætlaði að verða skipstjóri og endaði í Bændaskóla,“ segir Einar hlægjandi.
