„Það eru mörg augu á mér og fólk veit ekkert hvar það hefur mig“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. janúar 2023 14:44 Birgir Örn Magnússon stöð 2 „Ég er á alveg gríðarlega góðum stað andlega akkúrat núna,“ segir Birgir Örn Magnússon, einn af Idol keppendunum átta sem munu spreyta sig í beinni útsendingu frá Idol höllinni annað kvöld. Síðasta föstudag kom í ljós hvaða keppendur dómnefndin hefði valið í lokahóp keppninnar. Mikil umræða skapaðist eftir að Einar Óli Ólafsson var sendur heim en Birgir Örn komst áfram og var ljóst að áhorfendur voru ekki allir sammála dómnefndinni. Flutningur Birgis í síðasta þætti var ekki hans besti og sagði Idol dómarinn Bríet meðal annars að hann hefði aldrei sungið jafn illa fyrir þau. Þegar Birgir komst áfram sagðist hann finna til sektarkenndar, þar sem aðrir keppendur hefðu staðið sig svo vel. Sjá einnig: Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Skrítið en komst yfir þetta Nú hefur Birgir hins vegar hrist af sér samviskubitið, hann horfir fram á veginn og ætlar að nýta sér atburði vikunnar sem drifkraft annað kvöld þegar fyrsta beina útsendingin fer fram. „Þetta var náttúrlega svolítið skrítið til að byrja með. En svo bara kemst maður yfir þetta, af því að í enda dagsins þá er maður kominn áfram í úrslitin og verður bara að einblína á það góða og alla þessa spennandi hluti sem eru í gangi núna,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Hann segist vissulega finna fyrir þörf til þess að sanna sig fyrir áhorfendum en sjálfur efast hann ekki um eigin hæfileika. „Ég veit náttúrlega alveg hvað ég hef upp á að bjóða. Ég fæ bara annan séns til þess að sýna það núna á morgun. Eins og allt er búið að ganga núna, þá verður þetta alveg gríðarlega flott,“ segir hann öruggur. Birgir Örn er einn af þeim keppendum sem komust í átta manna útslit Idol. Það voru þó ekki allir áhorfendur sammála þeirri ákvörðun dómnefndar eftir flutning Birgis í síðasta þætti.Vísir/Vilhelm Gæti unnið með honum að vera „underdog“ Birgir er með góða tilfinningu fyrir morgundeginum og á hann ekki von á því að flutningur hans í síðasta þætti eigi eftir að skemma fyrir honum, síður en svo. „Ég er orðinn svolítill svona „underdog“ í þessari keppni útaf öllu sem er búið að eiga sér stað. Þannig ef maður horfir bara á þetta frá því sjónarhorni þá er ég bara í mjög góðri stöðu. Það eru mörg augu á mér og fólk veit ekkert hvar það hefur mig. Það eru margir að bíða eftir morgundeginum til þess að sjá hvað gerist, þannig þetta er bara spennandi.“ Á morgun er það ekki dómnefndin sem keppendur þurfa að heilla, heldur verða örlög keppenda í höndum áhorfenda. Hér eftir verður það símakosning sem mun segja til um það hvaða keppendur fara heim næstu föstudagskvöld og hvaða keppandi stendur uppi sem Idol stjarna Íslands. Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. 9. janúar 2023 21:38 Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau. 9. janúar 2023 14:35 Þessi átta komust áfram í úrslitakeppni Idol Í kvöld kom í ljós hvaða átta keppendur það eru sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Idol sem sýnd verður í beinni útsendingu. 6. janúar 2023 20:10 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Síðasta föstudag kom í ljós hvaða keppendur dómnefndin hefði valið í lokahóp keppninnar. Mikil umræða skapaðist eftir að Einar Óli Ólafsson var sendur heim en Birgir Örn komst áfram og var ljóst að áhorfendur voru ekki allir sammála dómnefndinni. Flutningur Birgis í síðasta þætti var ekki hans besti og sagði Idol dómarinn Bríet meðal annars að hann hefði aldrei sungið jafn illa fyrir þau. Þegar Birgir komst áfram sagðist hann finna til sektarkenndar, þar sem aðrir keppendur hefðu staðið sig svo vel. Sjá einnig: Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Skrítið en komst yfir þetta Nú hefur Birgir hins vegar hrist af sér samviskubitið, hann horfir fram á veginn og ætlar að nýta sér atburði vikunnar sem drifkraft annað kvöld þegar fyrsta beina útsendingin fer fram. „Þetta var náttúrlega svolítið skrítið til að byrja með. En svo bara kemst maður yfir þetta, af því að í enda dagsins þá er maður kominn áfram í úrslitin og verður bara að einblína á það góða og alla þessa spennandi hluti sem eru í gangi núna,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Hann segist vissulega finna fyrir þörf til þess að sanna sig fyrir áhorfendum en sjálfur efast hann ekki um eigin hæfileika. „Ég veit náttúrlega alveg hvað ég hef upp á að bjóða. Ég fæ bara annan séns til þess að sýna það núna á morgun. Eins og allt er búið að ganga núna, þá verður þetta alveg gríðarlega flott,“ segir hann öruggur. Birgir Örn er einn af þeim keppendum sem komust í átta manna útslit Idol. Það voru þó ekki allir áhorfendur sammála þeirri ákvörðun dómnefndar eftir flutning Birgis í síðasta þætti.Vísir/Vilhelm Gæti unnið með honum að vera „underdog“ Birgir er með góða tilfinningu fyrir morgundeginum og á hann ekki von á því að flutningur hans í síðasta þætti eigi eftir að skemma fyrir honum, síður en svo. „Ég er orðinn svolítill svona „underdog“ í þessari keppni útaf öllu sem er búið að eiga sér stað. Þannig ef maður horfir bara á þetta frá því sjónarhorni þá er ég bara í mjög góðri stöðu. Það eru mörg augu á mér og fólk veit ekkert hvar það hefur mig. Það eru margir að bíða eftir morgundeginum til þess að sjá hvað gerist, þannig þetta er bara spennandi.“ Á morgun er það ekki dómnefndin sem keppendur þurfa að heilla, heldur verða örlög keppenda í höndum áhorfenda. Hér eftir verður það símakosning sem mun segja til um það hvaða keppendur fara heim næstu föstudagskvöld og hvaða keppandi stendur uppi sem Idol stjarna Íslands.
Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. 9. janúar 2023 21:38 Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau. 9. janúar 2023 14:35 Þessi átta komust áfram í úrslitakeppni Idol Í kvöld kom í ljós hvaða átta keppendur það eru sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Idol sem sýnd verður í beinni útsendingu. 6. janúar 2023 20:10 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
„Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. 9. janúar 2023 21:38
Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau. 9. janúar 2023 14:35
Þessi átta komust áfram í úrslitakeppni Idol Í kvöld kom í ljós hvaða átta keppendur það eru sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Idol sem sýnd verður í beinni útsendingu. 6. janúar 2023 20:10