RIFF í formlegt bandalag með sjö evrópskum hátíðum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. janúar 2023 12:14 Hrönn Marínósdóttir stjórnandi RIFF. Vísir/Vilhelm RIFF, Alþjóðleg Kvikmyndahátíð í Reykjavík, tekur þátt í samstarfi sjö evrópskra kvikmyndahátíða sem deila með sér þekkingu á ólíkum sviðum. „Markmiðið með bandalaginu sem heitir Smart7 er að hátíðirnar njóti stuðnings hver af annarri og deili með sér þekkingu og reynslu á sama tíma og þær kynna evrópska kvikmyndagerð og vinna að þróun áhorfendahópsins,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Samstarfsnetið er samsett af New Horizons kvikmyndahátíðinni pólsku í Wroclaw , IndieLisboa hátíðinni í Portúgal, Kvikmyndahátíð Þessaloníku á Grikklandi, Kvikmyndahátíð Transilvaníu í Rúmeníu, spænsku hátíðinni FILMADRID og kvikmyndahátíðinni í Vilníus í Litháen, auk RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík“ „Samstarf þessara hátíða er ekki síst tilkomið vegna þess að þær deila sömu markmiðum og stefnu og hafa mjög áþekka framtíðarsýn,” er haft eftir Marcin Pieńkowski, listræns stjórnanda New Horizons. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, segir samstarfið hafa verið með óformlegum hætti í gegnum árin. „Smart7 sé faglegur vettvangur sem geri hátíðunum kleift að nýta til hins ítrasta þá sérþekkingu sem stjórnendur og starfsfólk hátíðanna hafa byggt upp í gegnum árin.“ Auk þess sem ætlunin sé að styðja við ungt hæfileikafólk á sviði kvikmynda með því að hafa sér flokk kvikmynda á þessum sjö hátíðum, ein mynd frá hverju landi og fá ungt fólk í dómnefnd sem velur bestu myndina en verðlaunaféið er 5000 evrur. Vinnustofur um fagvæðingu, áhorfendaþróun, kynningarmál, sölu og fjármögnun auk sjálfbærni og grænna viðmiða verða skipulagðar næstu tvö árin sem standa munu starfsfólki kvikmyndahátíða til boða. Smart7 bandalag kvikmyndahátíða í Evrópu er styrkt af Creative Europe MEDIA sjóðnum. Tuttugsta RIFF hátíðin verður haldin næsta haust frá 28. september til 8. október. RIFF Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
„Markmiðið með bandalaginu sem heitir Smart7 er að hátíðirnar njóti stuðnings hver af annarri og deili með sér þekkingu og reynslu á sama tíma og þær kynna evrópska kvikmyndagerð og vinna að þróun áhorfendahópsins,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Samstarfsnetið er samsett af New Horizons kvikmyndahátíðinni pólsku í Wroclaw , IndieLisboa hátíðinni í Portúgal, Kvikmyndahátíð Þessaloníku á Grikklandi, Kvikmyndahátíð Transilvaníu í Rúmeníu, spænsku hátíðinni FILMADRID og kvikmyndahátíðinni í Vilníus í Litháen, auk RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík“ „Samstarf þessara hátíða er ekki síst tilkomið vegna þess að þær deila sömu markmiðum og stefnu og hafa mjög áþekka framtíðarsýn,” er haft eftir Marcin Pieńkowski, listræns stjórnanda New Horizons. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, segir samstarfið hafa verið með óformlegum hætti í gegnum árin. „Smart7 sé faglegur vettvangur sem geri hátíðunum kleift að nýta til hins ítrasta þá sérþekkingu sem stjórnendur og starfsfólk hátíðanna hafa byggt upp í gegnum árin.“ Auk þess sem ætlunin sé að styðja við ungt hæfileikafólk á sviði kvikmynda með því að hafa sér flokk kvikmynda á þessum sjö hátíðum, ein mynd frá hverju landi og fá ungt fólk í dómnefnd sem velur bestu myndina en verðlaunaféið er 5000 evrur. Vinnustofur um fagvæðingu, áhorfendaþróun, kynningarmál, sölu og fjármögnun auk sjálfbærni og grænna viðmiða verða skipulagðar næstu tvö árin sem standa munu starfsfólki kvikmyndahátíða til boða. Smart7 bandalag kvikmyndahátíða í Evrópu er styrkt af Creative Europe MEDIA sjóðnum. Tuttugsta RIFF hátíðin verður haldin næsta haust frá 28. september til 8. október.
RIFF Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira