Karl gantaðist með að vera ekki faðir Harry Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. janúar 2023 00:01 Karl Bretaprins, Megan Markle og Harry Bretaprins. Í nýrri bók Harry bretaprins, Spare, tjáir hann sig í fyrsta sinn um þrálátan orðróm um að Karl Bretakonungur sé í raun ekki faðir Harry heldur James Hewitt, fyrrum ástmaður Díönu prinsessu og móður Harry. Í bókinni segir Harry að faðir hans Karl hafi gantast með þennan orðróm. „Pabba fannst gaman að segja sögur, og þessi var með þeim betri sem hann sagði,“ segir Harry í bókinni. „Hann endaði allar sögur á einhvers konar pælingu: „Hver veit hvort ég sé í raun prinsinn af Wales? Hver veit hvort ég sé í raun faðir þinn?““ Karl hafi þá hlegið óstjórnlega í ljósi orðrómsins um að mögulega væri hinn raunverulegi faðir hans fyrrum ástmaður Díönu. „Ein af ástæðunum fyrir þessum orðrómi var rauða hárið hans en önnur var kvalalosti,“ segir Harry. James Hewitt, maðurinn sem margir trúðu að væri raunverulegur faðir Harry bretaprins.Getty Hann segist ekki hafa haft gaman að þessum orðrómi eða gríni Karls föður hans um sama efni. „Lesendur slúðurtímaritanna höfðu hins vegar mjög gaman að þessu. Að öllum líkindum sé þó ekkert til í þessu, segir Harry, þar sem Díana hafi hitt James Hewitt tveimur árum eftir að Harry fæddist, árið 1986. Bókin Spare fór í sölu mánudaginn 10. janúar. Fram að því hafði mikið verið fjallað um bókina, bæði vegna viðtala við Harry beggja vegna Atlantshafsins og vegna þess að bókin var sett of snemma í sölu á Spáni. Í bókinni fjallar Harry ítarlega um átök sín við konungsfjölskylduna og veigrar fáum; Vilhjálmur bróðir hans, mágkona hans Katrín og Camilla stjúpmóðir hans eru meðal þeirra sem fá miður góða umsögn. Þá opnar hann sig um andlát móður sinnar, Díönu prinsessu, og hvernig hann trúði því ekki í langan tíma að hún væri raunverulega dáin. Viðtökurnar hafa hins vegar verið misjafnar. Í umsögn breska ríkisútvarpsins segir að bókin sé sú skrýtnasta sem nokkurn tímann hefur verið skrifuð af meðlimi konungsfjölskyldunnar. Bókin virki eins og reiðilestur drukkins manns. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Bókmenntir Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Í bókinni segir Harry að faðir hans Karl hafi gantast með þennan orðróm. „Pabba fannst gaman að segja sögur, og þessi var með þeim betri sem hann sagði,“ segir Harry í bókinni. „Hann endaði allar sögur á einhvers konar pælingu: „Hver veit hvort ég sé í raun prinsinn af Wales? Hver veit hvort ég sé í raun faðir þinn?““ Karl hafi þá hlegið óstjórnlega í ljósi orðrómsins um að mögulega væri hinn raunverulegi faðir hans fyrrum ástmaður Díönu. „Ein af ástæðunum fyrir þessum orðrómi var rauða hárið hans en önnur var kvalalosti,“ segir Harry. James Hewitt, maðurinn sem margir trúðu að væri raunverulegur faðir Harry bretaprins.Getty Hann segist ekki hafa haft gaman að þessum orðrómi eða gríni Karls föður hans um sama efni. „Lesendur slúðurtímaritanna höfðu hins vegar mjög gaman að þessu. Að öllum líkindum sé þó ekkert til í þessu, segir Harry, þar sem Díana hafi hitt James Hewitt tveimur árum eftir að Harry fæddist, árið 1986. Bókin Spare fór í sölu mánudaginn 10. janúar. Fram að því hafði mikið verið fjallað um bókina, bæði vegna viðtala við Harry beggja vegna Atlantshafsins og vegna þess að bókin var sett of snemma í sölu á Spáni. Í bókinni fjallar Harry ítarlega um átök sín við konungsfjölskylduna og veigrar fáum; Vilhjálmur bróðir hans, mágkona hans Katrín og Camilla stjúpmóðir hans eru meðal þeirra sem fá miður góða umsögn. Þá opnar hann sig um andlát móður sinnar, Díönu prinsessu, og hvernig hann trúði því ekki í langan tíma að hún væri raunverulega dáin. Viðtökurnar hafa hins vegar verið misjafnar. Í umsögn breska ríkisútvarpsins segir að bókin sé sú skrýtnasta sem nokkurn tímann hefur verið skrifuð af meðlimi konungsfjölskyldunnar. Bókin virki eins og reiðilestur drukkins manns.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Bókmenntir Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira