Innlent

Varð­skipið Þór við­bragðs­aðilum til halds og trausts vegna veðurs

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hinir ýmsu vegir verða lokaðir vegna veðurs og snjóflóðahættu.
Hinir ýmsu vegir verða lokaðir vegna veðurs og snjóflóðahættu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að loka veginum sem liggur um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð klukkan 20:00 í kvöld vegna veðurs. Þá er varðskipið Þór komið vestur og verður viðbragðsaðilum til halds og trausts.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu á Facebook.

Þar kemur fram að veginum á milli Ísafjarar og Súðavíkur verði lokað af öryggisástæðum vegna aukinnar snjóflóðahættu á svæðinu.

Athugað verður með opnun vegarins á morgun.

Þá eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum lokaðir vegna hvassviðris og ofankomu. Varðskipið Þór verður viðbragðsaðilum á svæðinu til halds og trausts en skipið er komið vestur og er á leið til Dýrafjarðar.

Vegfarendum er bent á upplýsingasíma Vegagerðarinnar, 1777 eða heimasíðu hennar vegagerdin.is

Tilkynningu lögregluembættisins má sjá hér að neðan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×