Sundhöll Selfoss opnar í fyrsta lagi í næstu viku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. janúar 2023 21:31 Útisvæði Sundhallar Selfoss opnar í fyrsta lagi í næstu viku ef allt gengur eftir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingar eru orðnir mjög óþreyjufullir eftir að útilaugin og heitu pottarnir í Sundhöll Selfoss opni aftur en þar hefur verið lokað í að verða mánuði vegna skorts á heitu vatni. Verði áfram frosthörkur eða einhverjar bilanir komi upp gæti þurft að loka íþróttahúsunum og skólum líka í bæjarfélaginu. Ástandið hefur verið mjög sérstakt hjá Selfossveitum síðustu vikurnar vegna skorts á heitu vatni enda er unnið eftir sérstakri viðbragðsáætlun. Hiti var lækkaður í öllum skólum og íþróttamannvirkjum í jólaleyfinu, skrúfað var að mestu fyrir bræðsluna á gervigrasvellinum og íbúar hvattir til að spara heita vatnið eins mikið og kostur er. „Þetta er náttúrulega fordæmalaus staða að vera með svona mikið frost í langan tíma, ásamt mikilli vindkælingu, sem hefur verið slæmt fyrir veituna,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar aðspurður um ástandið á heita vatninu. Sveinn Ægir Birgisson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Útilaug Sundhallar Selfoss og heitu pottarnir og annað, sem er á útisvæðinu hefur nú verið lokað í að vera einn mánuð. Innilaugin er hins vegar opin. Hvenær reiknar Sveinn Ægir að útisvæðið verði opnað? „Ég myndi hugsa í fyrsta lagi í byrjun næstu viku ef að færi gefst. Við erum bara bundnir veðurspám og álagi á kerfinu.“ Það hefur verið rætt um þann möguleika að loka líka íþróttahúsunum á Selfossi en það hefur þó engin ákvörðun verið tekin um það enn þá. „En það er næsti fasi í viðbragðsáætluninni ef að upp kæmi stór bilun eða einhver skaði á veitunni,“ segir Sveinn Ægir. En hvernig eru skrefin í viðbragðsáætlun Selfossveitna? „Fyrsta viðbragð er að hvetja íbúa til að spara heitt vatn og að lækka í snjóbræðslum og þess háttar. Annað viðbragð er svo að lækka í sundlauginni eða loka sundlauginni eins og við höfum þurft að gera og svo eru það íþróttahúsin og ef að allt færi á versta veg þá væri það að lækka í skólum eða loka skólum. Það er mjög langt í að það muni gerast,“ segir Sveinn Ægir enn fremur. Mikið álag hefur verið síðustu vikur á kerfi Selfossveitna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru margir orðnir óþreyjufullir að komast aftur í sund, meðal annars hún Sirrý, Sigríður Guðmundsdóttir á Selfossi, sem er einn af fastagestum laugarinnar klukkan 06:30 alla morgna. „Já, ég er búin að stunda Sundhöll Selfoss síðan rétt fyrir tvö þúsund og núna bara allt í einu fyrir jól, þá var bara ekkert vatn og bara tómt vesen og maður fær ekki að hitta félaga sína, það finnst mér alveg synd, ég sakna þeirra mest,” segir Sirrý. Sigríður S. Guðmundsdóttir, Sirrý á Selfossi, sem saknar þess mikið að komast ekki í sund á morgnanna og hitta sundfélaga sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Veður Sundlaugar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Ástandið hefur verið mjög sérstakt hjá Selfossveitum síðustu vikurnar vegna skorts á heitu vatni enda er unnið eftir sérstakri viðbragðsáætlun. Hiti var lækkaður í öllum skólum og íþróttamannvirkjum í jólaleyfinu, skrúfað var að mestu fyrir bræðsluna á gervigrasvellinum og íbúar hvattir til að spara heita vatnið eins mikið og kostur er. „Þetta er náttúrulega fordæmalaus staða að vera með svona mikið frost í langan tíma, ásamt mikilli vindkælingu, sem hefur verið slæmt fyrir veituna,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar aðspurður um ástandið á heita vatninu. Sveinn Ægir Birgisson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Útilaug Sundhallar Selfoss og heitu pottarnir og annað, sem er á útisvæðinu hefur nú verið lokað í að vera einn mánuð. Innilaugin er hins vegar opin. Hvenær reiknar Sveinn Ægir að útisvæðið verði opnað? „Ég myndi hugsa í fyrsta lagi í byrjun næstu viku ef að færi gefst. Við erum bara bundnir veðurspám og álagi á kerfinu.“ Það hefur verið rætt um þann möguleika að loka líka íþróttahúsunum á Selfossi en það hefur þó engin ákvörðun verið tekin um það enn þá. „En það er næsti fasi í viðbragðsáætluninni ef að upp kæmi stór bilun eða einhver skaði á veitunni,“ segir Sveinn Ægir. En hvernig eru skrefin í viðbragðsáætlun Selfossveitna? „Fyrsta viðbragð er að hvetja íbúa til að spara heitt vatn og að lækka í snjóbræðslum og þess háttar. Annað viðbragð er svo að lækka í sundlauginni eða loka sundlauginni eins og við höfum þurft að gera og svo eru það íþróttahúsin og ef að allt færi á versta veg þá væri það að lækka í skólum eða loka skólum. Það er mjög langt í að það muni gerast,“ segir Sveinn Ægir enn fremur. Mikið álag hefur verið síðustu vikur á kerfi Selfossveitna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru margir orðnir óþreyjufullir að komast aftur í sund, meðal annars hún Sirrý, Sigríður Guðmundsdóttir á Selfossi, sem er einn af fastagestum laugarinnar klukkan 06:30 alla morgna. „Já, ég er búin að stunda Sundhöll Selfoss síðan rétt fyrir tvö þúsund og núna bara allt í einu fyrir jól, þá var bara ekkert vatn og bara tómt vesen og maður fær ekki að hitta félaga sína, það finnst mér alveg synd, ég sakna þeirra mest,” segir Sirrý. Sigríður S. Guðmundsdóttir, Sirrý á Selfossi, sem saknar þess mikið að komast ekki í sund á morgnanna og hitta sundfélaga sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Veður Sundlaugar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira