Skýrari mynd komin af slysinu og Renner þakkar aðdáendum sínum Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2023 06:38 Jeremy Renner er með áverka á andliti, en hann hefur nú deilt mynd sjálfum sér á sjúkrabeðinu í Reno. Instagram Bandaríski leikarinn Jeremy Renner hefur sent aðdáendum sínum kveðju af sjúkrabeðinu í Reno í Nevada þar sem hann þakkar þeim sérstaklega fyrir stuðninginn eftir að hann slasaðist alvarlega þegar að hann varð fyrir snjóbíl. Renner deildi mynd af sjálfum sér þar sem sjá má áverka á andliti. „Takk öll fyrir ykkar fallegu orð. Ég er í of slæmu ástandi núna til að skrifa. En ég sendi ást til ykkar allra,“ segir Renner. Hinn 51 árs Renner var fluttur með þyrlu frá heimili sínu við Tahoe-vatn á sunnudaginn eftir slysið. Hann var með mikla áverka á bringu og fótlegg. Snjóbíll Renners, sem vegur um 6.500 kíló, hafði þá ekið yfir hann og bárust fréttir um að ástand hans væri alvarlegt en stöðugt. Hann hefur gengist undir aðgerð. Í frétt BBC kemur fram að Renner hafi verið að ryðja snjó á snjóbílnum sínum við heimilið eftir að að um meters nýfallinn snjór var á jörðinni. Lögreglumaðurinn Darin Balaam í Washoe-sýslu segir að einn í fjölskyldu Renners hafi fest bíl sinn nærri heimilinu og hafi Renner tekist að losa bílinn með aðstoð snjóbílsins. Hann hafi svo farið úr snjóbílnum sem fór svo að hreyfast þegar hann var mannlaus. Renner hafi þá reynt að komast inn í snjóbílinn þegar hann var á ferð, en orðið undir bílnum. View this post on Instagram A post shared by Jeremy Renner (@jeremyrenner) Snjóbíllinn er af gerðinni PistenBully og vegur rúmlega sex tonn. Balaam sagði Renner vera „frábæran nágranna“ og hafi alltaf notað snjóbíl sinn til að ryðja vegi í nágrenninu, en heimili leikarans er staðsett nærri skíðafjallinu Rose-fjalli í Tahoe sem er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Reno í Nevada. Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. Þá er hann einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk ofurhetjunnar Clint Barton, einnig þekktur sem Hawkeye, í Marvel-myndunum Avengers. Þá fór hann með hlutverk Aaron Cross í myndinni The Bourne Legacy frá árin 2012. Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Jeremy Renner á gjörgæslu eftir aðgerð Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er á gjörgæslu og er ástand hans enn sagt alvarlegt en stöðugt eftir að hann gekkst undir aðgerð í gær. Renner slasaðast alvarlega eftir að hann varð undir snjóbíl þegar hann vann að því að ryðja heimkeyrsluna fyrir utan heimili sitt í Nevada. 3. janúar 2023 07:38 Snjómoksturstæki keyrði yfir fót Renners Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega í gær þegar snjómoksturstæki hans keyrði yfir fót hans sem leiddi til mikils blóðmissis. 2. janúar 2023 19:51 Alvarlega slasaður eftir snjómokstursslys Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er alvarlega slasaður eftir slys sem varð í tengslum við snjómokstur um liðna helgi. 2. janúar 2023 06:34 Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Renner deildi mynd af sjálfum sér þar sem sjá má áverka á andliti. „Takk öll fyrir ykkar fallegu orð. Ég er í of slæmu ástandi núna til að skrifa. En ég sendi ást til ykkar allra,“ segir Renner. Hinn 51 árs Renner var fluttur með þyrlu frá heimili sínu við Tahoe-vatn á sunnudaginn eftir slysið. Hann var með mikla áverka á bringu og fótlegg. Snjóbíll Renners, sem vegur um 6.500 kíló, hafði þá ekið yfir hann og bárust fréttir um að ástand hans væri alvarlegt en stöðugt. Hann hefur gengist undir aðgerð. Í frétt BBC kemur fram að Renner hafi verið að ryðja snjó á snjóbílnum sínum við heimilið eftir að að um meters nýfallinn snjór var á jörðinni. Lögreglumaðurinn Darin Balaam í Washoe-sýslu segir að einn í fjölskyldu Renners hafi fest bíl sinn nærri heimilinu og hafi Renner tekist að losa bílinn með aðstoð snjóbílsins. Hann hafi svo farið úr snjóbílnum sem fór svo að hreyfast þegar hann var mannlaus. Renner hafi þá reynt að komast inn í snjóbílinn þegar hann var á ferð, en orðið undir bílnum. View this post on Instagram A post shared by Jeremy Renner (@jeremyrenner) Snjóbíllinn er af gerðinni PistenBully og vegur rúmlega sex tonn. Balaam sagði Renner vera „frábæran nágranna“ og hafi alltaf notað snjóbíl sinn til að ryðja vegi í nágrenninu, en heimili leikarans er staðsett nærri skíðafjallinu Rose-fjalli í Tahoe sem er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Reno í Nevada. Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. Þá er hann einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk ofurhetjunnar Clint Barton, einnig þekktur sem Hawkeye, í Marvel-myndunum Avengers. Þá fór hann með hlutverk Aaron Cross í myndinni The Bourne Legacy frá árin 2012.
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Jeremy Renner á gjörgæslu eftir aðgerð Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er á gjörgæslu og er ástand hans enn sagt alvarlegt en stöðugt eftir að hann gekkst undir aðgerð í gær. Renner slasaðast alvarlega eftir að hann varð undir snjóbíl þegar hann vann að því að ryðja heimkeyrsluna fyrir utan heimili sitt í Nevada. 3. janúar 2023 07:38 Snjómoksturstæki keyrði yfir fót Renners Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega í gær þegar snjómoksturstæki hans keyrði yfir fót hans sem leiddi til mikils blóðmissis. 2. janúar 2023 19:51 Alvarlega slasaður eftir snjómokstursslys Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er alvarlega slasaður eftir slys sem varð í tengslum við snjómokstur um liðna helgi. 2. janúar 2023 06:34 Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Jeremy Renner á gjörgæslu eftir aðgerð Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er á gjörgæslu og er ástand hans enn sagt alvarlegt en stöðugt eftir að hann gekkst undir aðgerð í gær. Renner slasaðast alvarlega eftir að hann varð undir snjóbíl þegar hann vann að því að ryðja heimkeyrsluna fyrir utan heimili sitt í Nevada. 3. janúar 2023 07:38
Snjómoksturstæki keyrði yfir fót Renners Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega í gær þegar snjómoksturstæki hans keyrði yfir fót hans sem leiddi til mikils blóðmissis. 2. janúar 2023 19:51
Alvarlega slasaður eftir snjómokstursslys Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er alvarlega slasaður eftir slys sem varð í tengslum við snjómokstur um liðna helgi. 2. janúar 2023 06:34