Skýrari mynd komin af slysinu og Renner þakkar aðdáendum sínum Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2023 06:38 Jeremy Renner er með áverka á andliti, en hann hefur nú deilt mynd sjálfum sér á sjúkrabeðinu í Reno. Instagram Bandaríski leikarinn Jeremy Renner hefur sent aðdáendum sínum kveðju af sjúkrabeðinu í Reno í Nevada þar sem hann þakkar þeim sérstaklega fyrir stuðninginn eftir að hann slasaðist alvarlega þegar að hann varð fyrir snjóbíl. Renner deildi mynd af sjálfum sér þar sem sjá má áverka á andliti. „Takk öll fyrir ykkar fallegu orð. Ég er í of slæmu ástandi núna til að skrifa. En ég sendi ást til ykkar allra,“ segir Renner. Hinn 51 árs Renner var fluttur með þyrlu frá heimili sínu við Tahoe-vatn á sunnudaginn eftir slysið. Hann var með mikla áverka á bringu og fótlegg. Snjóbíll Renners, sem vegur um 6.500 kíló, hafði þá ekið yfir hann og bárust fréttir um að ástand hans væri alvarlegt en stöðugt. Hann hefur gengist undir aðgerð. Í frétt BBC kemur fram að Renner hafi verið að ryðja snjó á snjóbílnum sínum við heimilið eftir að að um meters nýfallinn snjór var á jörðinni. Lögreglumaðurinn Darin Balaam í Washoe-sýslu segir að einn í fjölskyldu Renners hafi fest bíl sinn nærri heimilinu og hafi Renner tekist að losa bílinn með aðstoð snjóbílsins. Hann hafi svo farið úr snjóbílnum sem fór svo að hreyfast þegar hann var mannlaus. Renner hafi þá reynt að komast inn í snjóbílinn þegar hann var á ferð, en orðið undir bílnum. View this post on Instagram A post shared by Jeremy Renner (@jeremyrenner) Snjóbíllinn er af gerðinni PistenBully og vegur rúmlega sex tonn. Balaam sagði Renner vera „frábæran nágranna“ og hafi alltaf notað snjóbíl sinn til að ryðja vegi í nágrenninu, en heimili leikarans er staðsett nærri skíðafjallinu Rose-fjalli í Tahoe sem er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Reno í Nevada. Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. Þá er hann einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk ofurhetjunnar Clint Barton, einnig þekktur sem Hawkeye, í Marvel-myndunum Avengers. Þá fór hann með hlutverk Aaron Cross í myndinni The Bourne Legacy frá árin 2012. Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Jeremy Renner á gjörgæslu eftir aðgerð Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er á gjörgæslu og er ástand hans enn sagt alvarlegt en stöðugt eftir að hann gekkst undir aðgerð í gær. Renner slasaðast alvarlega eftir að hann varð undir snjóbíl þegar hann vann að því að ryðja heimkeyrsluna fyrir utan heimili sitt í Nevada. 3. janúar 2023 07:38 Snjómoksturstæki keyrði yfir fót Renners Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega í gær þegar snjómoksturstæki hans keyrði yfir fót hans sem leiddi til mikils blóðmissis. 2. janúar 2023 19:51 Alvarlega slasaður eftir snjómokstursslys Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er alvarlega slasaður eftir slys sem varð í tengslum við snjómokstur um liðna helgi. 2. janúar 2023 06:34 Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Renner deildi mynd af sjálfum sér þar sem sjá má áverka á andliti. „Takk öll fyrir ykkar fallegu orð. Ég er í of slæmu ástandi núna til að skrifa. En ég sendi ást til ykkar allra,“ segir Renner. Hinn 51 árs Renner var fluttur með þyrlu frá heimili sínu við Tahoe-vatn á sunnudaginn eftir slysið. Hann var með mikla áverka á bringu og fótlegg. Snjóbíll Renners, sem vegur um 6.500 kíló, hafði þá ekið yfir hann og bárust fréttir um að ástand hans væri alvarlegt en stöðugt. Hann hefur gengist undir aðgerð. Í frétt BBC kemur fram að Renner hafi verið að ryðja snjó á snjóbílnum sínum við heimilið eftir að að um meters nýfallinn snjór var á jörðinni. Lögreglumaðurinn Darin Balaam í Washoe-sýslu segir að einn í fjölskyldu Renners hafi fest bíl sinn nærri heimilinu og hafi Renner tekist að losa bílinn með aðstoð snjóbílsins. Hann hafi svo farið úr snjóbílnum sem fór svo að hreyfast þegar hann var mannlaus. Renner hafi þá reynt að komast inn í snjóbílinn þegar hann var á ferð, en orðið undir bílnum. View this post on Instagram A post shared by Jeremy Renner (@jeremyrenner) Snjóbíllinn er af gerðinni PistenBully og vegur rúmlega sex tonn. Balaam sagði Renner vera „frábæran nágranna“ og hafi alltaf notað snjóbíl sinn til að ryðja vegi í nágrenninu, en heimili leikarans er staðsett nærri skíðafjallinu Rose-fjalli í Tahoe sem er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Reno í Nevada. Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. Þá er hann einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk ofurhetjunnar Clint Barton, einnig þekktur sem Hawkeye, í Marvel-myndunum Avengers. Þá fór hann með hlutverk Aaron Cross í myndinni The Bourne Legacy frá árin 2012.
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Jeremy Renner á gjörgæslu eftir aðgerð Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er á gjörgæslu og er ástand hans enn sagt alvarlegt en stöðugt eftir að hann gekkst undir aðgerð í gær. Renner slasaðast alvarlega eftir að hann varð undir snjóbíl þegar hann vann að því að ryðja heimkeyrsluna fyrir utan heimili sitt í Nevada. 3. janúar 2023 07:38 Snjómoksturstæki keyrði yfir fót Renners Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega í gær þegar snjómoksturstæki hans keyrði yfir fót hans sem leiddi til mikils blóðmissis. 2. janúar 2023 19:51 Alvarlega slasaður eftir snjómokstursslys Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er alvarlega slasaður eftir slys sem varð í tengslum við snjómokstur um liðna helgi. 2. janúar 2023 06:34 Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Jeremy Renner á gjörgæslu eftir aðgerð Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er á gjörgæslu og er ástand hans enn sagt alvarlegt en stöðugt eftir að hann gekkst undir aðgerð í gær. Renner slasaðast alvarlega eftir að hann varð undir snjóbíl þegar hann vann að því að ryðja heimkeyrsluna fyrir utan heimili sitt í Nevada. 3. janúar 2023 07:38
Snjómoksturstæki keyrði yfir fót Renners Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega í gær þegar snjómoksturstæki hans keyrði yfir fót hans sem leiddi til mikils blóðmissis. 2. janúar 2023 19:51
Alvarlega slasaður eftir snjómokstursslys Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er alvarlega slasaður eftir slys sem varð í tengslum við snjómokstur um liðna helgi. 2. janúar 2023 06:34