Veitingaskáli í Hörgslandi í ljósum logum Kolbeinn Tumi Daðason og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 3. janúar 2023 17:10 Eldur kviknaði í sölu- og veitingaskála á Hörgslandi í Skaftárhreppi nærri Kirkjubæjarklaustri í dag. Ljóst er að um stórtjón er að ræða. Ragnar Johansen eigandi staðarins er staddur erlendis og staðfestir í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi verið að reyna að þíða lagnir eftir mikið frost þegar eldurinn kom upp. Tamita Loise Olayvar Johansen, dóttir Ragnars, er á vettvangi og segir húsið alveg farið. Ekkert sé eftir af byggingunni. „Tæki var sett í gang til þess að hita lagnirnar og svo var vinnumaður sem var að fara að koma að vinna um þrjú, fjögur leytið í móttökunni. Hann tók þá eftir að það væri kominn reykur inni og kviknað hafði í á bakvið húsið,“ segir Tanita. Hún segist þakklát fyrir að enginn hafi slasast, alltaf sé hægt að byggja nýtt hús. Byggðin í kring hólpin Guðmundur Vignir Steinsson, varaslökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu Klaustri segir slökkvistörf hafa gengið erfiðlega vegna veðurs. „Þetta er bara búinn að vera tómur barningur, hér er búið að vera hávaðarok, norðanátt. Vindurinn stendur í allar áttir hérna undan fjallinu. Hvergi hægt að vera almennilega í skjóli undan reyk og öðru en húsið er alelda og litlu bjargað þar,“ sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir eldinn hafa komist fljótt um húsið en það sé úr timbri. Guðmundur segir eitt hús nálægt hafa verið í hættu um tíma en slökkviliðinu hafi tekist að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í það. Byggðin í kring sé hólpin. Allir lækir frosnir „Það var erfitt að ná í vatn, náttúrulega allir lækir frosnir og annað þannig við þurftum að gera okkur ferð inn á Klaustur til þess að ná í vatn. Slökkviliðið á Vík kom hérna að aðstoða okkur líka,“ segir Guðmundur. Hann segir bæði hafa verið erfitt að komast að vatni og svæðinu vegna frosts. Klukkan 17:23 var slökkviliðið enn að stöfum við það að slökkva síðustu glæður í húsinu. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar átti leið hjá skálanum fyrr í dag þegar hann stóð í ljósum logum. Hann segist á Facebook síðu sinni vona að uppbygging geti hafist sem allra fyrst. „Það var ófögur sjón sem blasti við mér á austurleiðinni áðan. Sölu og veitingaskálinn á Hörgslandi í Vestursýslunni ljósum logum! Við vonum að uppbygging geti hafist sem allra fyrst enda er Hörgsland mikilvægur og vinsæll áningarstaður meðal ferðafólks.“ Hér efst í frétt má sjá myndband af svæðinu sem tekið var af Sigurjóni Andréssyni. Fréttin var uppfærð klukkan 18:42. Slökkvilið Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Ragnar Johansen eigandi staðarins er staddur erlendis og staðfestir í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi verið að reyna að þíða lagnir eftir mikið frost þegar eldurinn kom upp. Tamita Loise Olayvar Johansen, dóttir Ragnars, er á vettvangi og segir húsið alveg farið. Ekkert sé eftir af byggingunni. „Tæki var sett í gang til þess að hita lagnirnar og svo var vinnumaður sem var að fara að koma að vinna um þrjú, fjögur leytið í móttökunni. Hann tók þá eftir að það væri kominn reykur inni og kviknað hafði í á bakvið húsið,“ segir Tanita. Hún segist þakklát fyrir að enginn hafi slasast, alltaf sé hægt að byggja nýtt hús. Byggðin í kring hólpin Guðmundur Vignir Steinsson, varaslökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu Klaustri segir slökkvistörf hafa gengið erfiðlega vegna veðurs. „Þetta er bara búinn að vera tómur barningur, hér er búið að vera hávaðarok, norðanátt. Vindurinn stendur í allar áttir hérna undan fjallinu. Hvergi hægt að vera almennilega í skjóli undan reyk og öðru en húsið er alelda og litlu bjargað þar,“ sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir eldinn hafa komist fljótt um húsið en það sé úr timbri. Guðmundur segir eitt hús nálægt hafa verið í hættu um tíma en slökkviliðinu hafi tekist að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í það. Byggðin í kring sé hólpin. Allir lækir frosnir „Það var erfitt að ná í vatn, náttúrulega allir lækir frosnir og annað þannig við þurftum að gera okkur ferð inn á Klaustur til þess að ná í vatn. Slökkviliðið á Vík kom hérna að aðstoða okkur líka,“ segir Guðmundur. Hann segir bæði hafa verið erfitt að komast að vatni og svæðinu vegna frosts. Klukkan 17:23 var slökkviliðið enn að stöfum við það að slökkva síðustu glæður í húsinu. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar átti leið hjá skálanum fyrr í dag þegar hann stóð í ljósum logum. Hann segist á Facebook síðu sinni vona að uppbygging geti hafist sem allra fyrst. „Það var ófögur sjón sem blasti við mér á austurleiðinni áðan. Sölu og veitingaskálinn á Hörgslandi í Vestursýslunni ljósum logum! Við vonum að uppbygging geti hafist sem allra fyrst enda er Hörgsland mikilvægur og vinsæll áningarstaður meðal ferðafólks.“ Hér efst í frétt má sjá myndband af svæðinu sem tekið var af Sigurjóni Andréssyni. Fréttin var uppfærð klukkan 18:42.
Slökkvilið Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira