Lífið

Róbert Wess­man og Ksenia eiga von á barni

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Róbert Wessman og Ksenia eiga von á sínu öðru barni.
Róbert Wessman og Ksenia eiga von á sínu öðru barni. Instagram

Róbert Wessman, stofnandi Alvotech, og eiginkona hans Ksenia Shakhmanovu eiga von á barni á nýju ári. Róbert tilkynnti gleðitíðindin á Instagram síðu sinni.

Róbert og Ksenia giftu sig með pompi og prakt sumarið 2021 á heimili sínu í Frakklandi. Saman eiga þau hinn þriggja ára gamla Ace og verður væntanlegur erfingi því þeirra annað barn saman. Bæði eiga þau þó börn úr fyrri samböndum.

„Nýtt ár færir okkur nýtt líf, vaxandi ást, fjölskyldu og hamingju,“ skrifar Wessman undir fallega mynd af þeim hjónum á strönd þar sem hann heldur um maga hennar. Þá fylgir með önnur mynd af Ace litla að faðma móður sína.


Tengdar fréttir

Svona var brúðkaup Róberts og Kseniu

Brúðkaup Róberts Wessman og Kseniu Shakhmanov í sumar var einstakur viðburður. Eins og sjá má í stuttu brúðkaupsmyndbandi sem Róbert birti á samfélagsmiðlum í gær, var brúðkaupið þeirra eins og í rómantískri Hollywood mynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×