Lífið

Róbert og Ksenia frumsýndu drenginn með fallegum myndum á Instagram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Parið á góðri stundu.
Parið á góðri stundu. Mynd/instagramsíða Róberts
Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanovu eignuðust lítinn dreng þann 27. mars síðastliðinn en Róbert greinir frá því í færslu á Instagram.

Róbert og Ksenia trúlofaðu sig inni í Þríhnúkagíg síðastliðið haust og nú er fjölskyldan orðin þriggja manna.

„Það gleður okkur að geta tilkynnt að sonur okkar Robert Ace Westmann fæddist þann 27. mars. Hann var 3,5 kíló og 53 centímetrar,“ segir Róbert.

„Hann hefur nú þegar fyllt hjörtu okkar af ást og hamingju. Þessi drengur er gjöf að himnum ofan og algjör spaðaás.“

Róbert hefur verið fyrirferðarmikill í íslensku viðskiptalífi í mörg ár og er hann í dag forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.