Innlent

Hand­tekinn eftir út­afakstur á Vatns­enda­vegi

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum hugbreytandi efna.
Maðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum hugbreytandi efna. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann eftir að tilkynnt hafði verið um að bíl hafði verið ekið út af Vatnsendavegi um klukkan 18:30 í kvöld.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn sé grunaður um að hafa ekið undir áhrifum hugbreytandi efna.

„Karlmaðurinn verður í haldi lögreglu þar til unnt verður að færa hann í skýrslutöku. Skemmdir urðu á umferðarmannvirkjum á vettvangi en ekki er ljóst hvort bifreiðin er skemmd vegna snjóa á vettvangi,“ segir í tilkynningunni.

Ennfremur segir skömmu fyrir klukkan 17 hafi orðið umferðaróhapp á Suðurlandsvegi við Rauðavatn þegar bíl var ekið aftan á annan bíl. Þar urðu skemmdir á bílunum en engin meiðsli á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×