Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Snorri Másson skrifar
Kvöldfréttirnar eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á sínum stað klukkan 18:30.

Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru sum ósátt við það hve hratt er gripið til veðurviðvarana og lokana, eins og gert var í gær á gamlársdag. Veðurfræðingur segir viðvaranir byggðar á bestu gögnum en að í gær hafi lægðin fært sig sunnar en búist var við - og það hratt.

Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að dómsmálaráðherra og fulltrúar lögreglu láti sjá sig. Slík efni eri enn sem komið er ólögleg hér á landi. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum.

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands lætur af störfum sem biskup eftir eitt og hálft ár.

Leikarar, réttarmeinafræðingar, kvensjúkdómalæknar og tónskáld voru meðal þeirra sem sæmdir voru hinni íslensku fálkaorðu á Bessastöðum eins og hefðin gerir ráð fyrir á nýársdag.

Sannkallað fimleikafár er hjá börnum og ungmennum á Egilsstöðum og nágrenni. Um fjögur hundruð börn og unglingar æfa fimleika með Hetti. Okkar maður Magnús Hlynur leit við á fimleikaæfingu á Egilsstöðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×