Innlent

Nýársbarnið drengur sem fæddist í Reykjavík

Snorri Másson skrifar
Barn á Landspítalanum, mynd úr safni.
Barn á Landspítalanum, mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Hann verður allavega elstur í bekknum, drengurinn sem er, ef marka má úttekt fréttastofu, óumdeilt fyrsta barn ársins á Íslandi. Hann kom í heiminn tuttugu og eina mínútu yfir miðnætti á Landspítalanum í Reykjavík.

Á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík fer árið af stað með krafti - klukkan tíu í morgun voru fæðingarnar orðnar fimm. Á nýársnótt fæddust hvergi annars staðar börn en á Landspítalanum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×