„Vonandi helst ljósið á“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. desember 2022 21:30 Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Rariks segir að neyðarástand hafa skapast þegar rafmagn fór af Reyðarfirði í dag. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi segir að fólk hafi fljótt farið að finna fyrir kuldanum í rafmagnsleysinu. Vísir/Sigurjón Neyðarástand skapaðist þegar Reyðarfjörður og nágrenni var án hita og rafmagns í fimm klukkustundir í dag, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Rariks. Bæjarfulltrúi segir íbúum hafa brugðið enda mikið frost á svæðinu. Vísbendingar eru um að bilunar gæti enn og rafmagn gæti því dottið aftur út tímabundið. Það var klukkan tuttugu mínútur í átta í morgun sem allt rafmagn fór af Reyðarfirði og nágrenni en það er líka notað til húshitunar á svæðinu. Rafmagnsleysið kom á slæmum tíma en gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og mikið frost. Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri hjá rekstrarsviði Rariks segir að hratt hafi verið brugðist við. „Þetta var skilgreint sem neyðarástand. Það er náttúrulega alltaf sérstaklega mikið áhyggjuefni þegar fólk er bæði rafmagnslaust og húsin verða köld. Þannig að við fórum í fullt viðbragð og það var allt gert til að reyna að koma þessu inn eins hratt og auðið var,“ segir Helga. Um var að ræða bilun í spenni á spennistöðinni Stuðlum en hann var svo settur aftur í gang rétt fyrir tvö í dag. „Við vitum ekki ástæðu bilunarinnar en það getur auðvitað haft áhrif að það er búið að vera mjög kalt, mikill snjór og mikið álag. Á sama tíma hafa mörg varaplön verið ákveðin hjá okkur. Það er verið að skoða að færa varavélar á staðinn, aflspenni og varaaflspenni. Við höfum líka verið í sambandi við Landsnet um að fá að tengja okkur inn á þeirra spenni ef á þarf að halda,“ segir hún. Eskfirðingar voru tilbúnir fyrir vini sína Þrátt fyrir rafmagnsleysið í morgun voru einhverjir sem létu sig hafa það að versla í Krónunni. Þá mátti sjá myndbönd frá Reyðfirðingum í morgun sem lásu með höfuðljósi, notuðu batterí og sýndu draugalegan Reyðarfjörð í rafmagnsleysi. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð var feginn að fá rafmagnið aftur á í dag. „Maður fann að það byrjaði að kólna ansi hratt í húsinu og ég heyrði í nokkrum íbúum sem töluðu um að vindkælingin væri farin að kæla húsin þeirra niður,“ segir hann. Hann segir að fólk hafi þegar byrjað að undirbúa sig fyrir langt rafmagnsleysi. „Hér var allt lokað og það var byrjað að reyna að bjarga verðmætum í kælum og öðru. Þá voru vinir okkar á Eskifirði tilbúnir að opna fyrir okkur félagsheimili og annað,“ segir hann. „Það er mjög slæmt þegar svona kemur upp. Við vitum hvað þetta er erfitt fyrir fólkið. Við erum mjög fegin að það tókst að koma þessu í lag og vonandi helst ljósið á,“ segir Helga framkvæmdastjóri hjá Rarik að lokum. Í tilkynningu frá Rarik frá því að rafmagni var aftur komið á, kemur fram að vísbendingar séu um að bilunar gæti enn og rafmagn gæti því dottið aftur út tímabundið. Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir „Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
Það var klukkan tuttugu mínútur í átta í morgun sem allt rafmagn fór af Reyðarfirði og nágrenni en það er líka notað til húshitunar á svæðinu. Rafmagnsleysið kom á slæmum tíma en gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og mikið frost. Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri hjá rekstrarsviði Rariks segir að hratt hafi verið brugðist við. „Þetta var skilgreint sem neyðarástand. Það er náttúrulega alltaf sérstaklega mikið áhyggjuefni þegar fólk er bæði rafmagnslaust og húsin verða köld. Þannig að við fórum í fullt viðbragð og það var allt gert til að reyna að koma þessu inn eins hratt og auðið var,“ segir Helga. Um var að ræða bilun í spenni á spennistöðinni Stuðlum en hann var svo settur aftur í gang rétt fyrir tvö í dag. „Við vitum ekki ástæðu bilunarinnar en það getur auðvitað haft áhrif að það er búið að vera mjög kalt, mikill snjór og mikið álag. Á sama tíma hafa mörg varaplön verið ákveðin hjá okkur. Það er verið að skoða að færa varavélar á staðinn, aflspenni og varaaflspenni. Við höfum líka verið í sambandi við Landsnet um að fá að tengja okkur inn á þeirra spenni ef á þarf að halda,“ segir hún. Eskfirðingar voru tilbúnir fyrir vini sína Þrátt fyrir rafmagnsleysið í morgun voru einhverjir sem létu sig hafa það að versla í Krónunni. Þá mátti sjá myndbönd frá Reyðfirðingum í morgun sem lásu með höfuðljósi, notuðu batterí og sýndu draugalegan Reyðarfjörð í rafmagnsleysi. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð var feginn að fá rafmagnið aftur á í dag. „Maður fann að það byrjaði að kólna ansi hratt í húsinu og ég heyrði í nokkrum íbúum sem töluðu um að vindkælingin væri farin að kæla húsin þeirra niður,“ segir hann. Hann segir að fólk hafi þegar byrjað að undirbúa sig fyrir langt rafmagnsleysi. „Hér var allt lokað og það var byrjað að reyna að bjarga verðmætum í kælum og öðru. Þá voru vinir okkar á Eskifirði tilbúnir að opna fyrir okkur félagsheimili og annað,“ segir hann. „Það er mjög slæmt þegar svona kemur upp. Við vitum hvað þetta er erfitt fyrir fólkið. Við erum mjög fegin að það tókst að koma þessu í lag og vonandi helst ljósið á,“ segir Helga framkvæmdastjóri hjá Rarik að lokum. Í tilkynningu frá Rarik frá því að rafmagni var aftur komið á, kemur fram að vísbendingar séu um að bilunar gæti enn og rafmagn gæti því dottið aftur út tímabundið.
Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir „Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
„Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda