Lífið

Ólafur Arnalds og Sandra­yati giftu sig á Balí

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Gleðin skein úr hverju andliti í glæsilegu brúðkaupi Ólafs og Söndruyati
Gleðin skein úr hverju andliti í glæsilegu brúðkaupi Ólafs og Söndruyati Herry Santosa

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og söngkonan Sandrayati gengu í hjónaband á milli jóla og nýárs. Brúðkaupið fór fram 26. desember á Balí, en Sandrayati er alin upp á eyjunni fögru. Hjónin eiga einstaklega fallegt hús á Balí og eyða miklum tíma þar.  

Eins og sjá má á myndunum var brúðkaupið hið glæsilegasta og brúðhjónin geislandi. 

Brúðhjónin Ólafur Arnarlds og SandrayatiHerry Santosa

Ólafur Arnalds hefur gert það gott í tónlistarbransanum undanfarin ár. Hann var meðal annars tilnefndur til hinna virtu Grammy verðlauna á síðasta ári fyrir tvö lög af plötunni Kind of peace. Ólafur lauk á dögunum við tónleikaferð í tilefni útgáfu plötunnar þar sem hann hélt 50 tónleika í 19 löndum. 

Plata væntanleg á nýju ári

Sandrayati er bandarísk af filipískum uppruna. Foreldrar hennar eru mannfræðingar sem bjuggu lengi í Indónesíu og rannsökuðu frumbyggja. Sandrayati sem er söngkona, tilkynnti á dögunum um útgáfu nýrrar plötu sem væntanleg er í mars á nýju ári. Lagið New Dawn má finna á plötunni og er hægt að horfa á myndbandið hér fyrir neðan.

Lúxuslíf á Balí

Hjónin njóta nú lífsins á Balí í húsi sem þau eiga þar, sem vakið hefur mikla athygli fyrir fádæma glæsileika. 

Ólafur Arnalds giftist ástinni sinni á Balí 26.desemberHerry Santosa





Fleiri fréttir

Sjá meira


×