Innlent

Fólk hringi fyrst svo hægt sé að leið­beina á bráða­mót­töku eða heilsu­gæslu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. V´siir

Vegna mikils álags á bráðamóttöku Landspítalans er fólk með bráð erindi hvatt til að leita til Upplýsingamiðstöðvar heilsugæslunnar áður en farið er á bráðamóttöku eða heilsugæslustöð vegna veikinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni.

Hægt er að hafa samband við Upplýsingamiðstöðina í síma 513-1700 eða síma 1700 til að fá aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki ásamt ráðgjöf og leiðbeiningum. Þá má hafa samband við sína heilsugæslustöð beint í síma. Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjallið á vefnum heilsuvera.is. 

Á Heilsuveru má finna upplýsingar um sjúkdóma, sjúkdómseinkenni og rétt viðbrögð sem gott er að kynna sér. Í neyðartilvikum hringið tafarlaust í Neyðarlínuna í síma 112.

Heilsugæslustöðvar veita bráðaþjónustu fyrir bráð veikindi og smáslys. Ekki er nauðsynlegt panta tíma til að nýta sér þjónustuna, en gott að hringja fyrst í Upplýsingamiðstöðina. Heilsugæslustöðvar eru opnar milli klukkan 8 og 17 alla virka daga.

Læknavaktin á Háaleitisbraut er opin virka daga milli klukkan 17 og 22 og um helgar milli klukkan 9 og 22.


Tengdar fréttir

Opna fleiri rými vegna óvenju skæðrar flensutíðar

Landspítalinn hefur opnað ný rými fyrir sjúklinga vegna óvenju mikillar flenustíðar. Forstöðumaður á spítalanum segir koma til greina að takamarka heimsóknir á spítalann. Hann biðlar til fólks að gæta vel að sóttvörnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×