Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.

Lögregla taldi ekki tilefni til að greina strax frá hækkuðu viðbúnaðarstigi eftir að meintum hryðjuverkamönnum var sleppt úr haldi. Við fjöllum um málið og ræðum við verjanda annars mannsins í beinni útsendingu í fréttatímanum.

Í kvöldfréttatímanum fjöllum við einnig um öryggis- og varnarmál en forsætisráðherra hafnar alfarið gagnrýni á að það skorti hervarnir í tillögu hennar um breytingar á þjóðaröryggisstefnu landsins. Hér sé kafbáta-og lofthelgiseftirlit. Prófessor í stjórnmálafræði segir ríkja þögn um málið.

Þá skoðum við nýtt rými sem opnað hefur verið á Landspítalanum vegna óvenju mikillar flensutíðar. Forstöðumaður á spítalanum segir koma til greina að takmarka heimsóknir á spítalann og biðlar til fólks að gæta vel að sóttvörnum.

Fasteignaskattar í Reykjavík hækka um 21 prósent núna um áramótin, og á sérbýli um 25 prósent, en borgin er eina stóra sveitarfélagið sem lætur fordæmalausa hækkun fasteignamats leggjast af fullum þunga á þegna sína.

Þá kíkjum við á jólatónleika og skoðum smíði nýrrar þjóðarhallar sem hafin er í Færeyjum. Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×