Frumvarp til laga um bætur til Hjalteyrarbarna í gátt Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2022 16:46 Í grein sem birtist í Íslendingi Ísafold árið 1972 er viðtal við hjónin Einar og Beverly undir fyrirsögninni. Hér er skapað heimili. En vistheimilið að Hjalteyri, sem þau hjón ráku, reyndist vera úr öskunni í eldinn fyrir þau börn sem þar voru vistuð. skjáskot Dómsmálaráðherra hefur lagt fram í Samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á vistheimilinu á Hjalteyri í Arnarneshreppi. Þetta segir í tilkynningu sem finna má á vef stjórnarráðsins. Þar kemur jafnframt fram að frumvarpið muni gera kleift að taka á málum einstaklinga sem urðu fyrir varanlegum skaða af illri meðferð eða ofbeldi þegar þeir voru vistaðir sem börn á heimilinu á tímabilinu 1972-1979. „Frumvarpið heimilar stjórnvöldum greiðslu sanngirnisbóta til þeirra sem urðu fyrir misgjörðum á heimilinu, í samræmi við þá stefnu sem var afmörkuð sanngirnisbótum frá upphafi.“ Vísir hefur fjallað ítarlega um hörmulegt hlutskipti barna sem vistuð voru á Hjalteyri: Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. „Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu,“ segir meðal annars í fréttaröð Berghildar Erlu Bernharðsdóttur sem birtist fyrir um ári. Greiðsla sanngirnisbóta talin réttlætanleg Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu nú segir að vistheimið hefði með réttu hafa átt að hljóta rannsókn vistheimilanefndar á sínum tíma. „Skýrsla starfshóps á vegum dómsmálaráðuneytisins og fyrri umfjöllun vistheimilanefndar styðja við þær frásagnir sem hafa komið upp undanfarið, þ.e. að einstaklingar sem þar voru vistaðir kunni að hafa orðið fyrir illri meðferð eða ofbeldi. Sú staða réttlætir að gerðar séu upp misgjörðir á heimilinu með greiðslu sanngirnisbóta, og er talið rétt að það verði gert með sambærilegum hætti og gagnvart þeim sem voru vistaðir á stofnunum fyrir fötluð börn. Þykja sjónarmiðin sem upphaflega lágu til grundvallar framkvæmd sanngirnisbóta og stefnan sem hefur verið afmörkuð í þessum efnum styðja enn frekar við þá niðurstöðu.“ Þá er sagt að nauðsynlegt sé að lögfesta heimildir stjórnvalda til að ljúka uppgjöri sanngirnisbóta við einstaklinga sem urðu fyrir varanlegum skaða af illri meðferð eða ofbeldi á vistheimilinu á Hjalteyri, enda séu bótakröfurnar fyrndar og greiðsla bóta því umfram lagaskyldu. Nauðsynlegt að mæla fyrir um sértækar heimildir Því er talið nauðsynlegt að mæla fyrir um sértækar heimildir til að greiða sanngirnisbætur vegna misgjörða á heimilinu þar sem gildissvið laga um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum fyrir fötluð börn, takmarkast við stofnanir sem voru starfræktar á vegum hins opinbera fyrir fötluð börn. Vistheimilið á Hjalteyri falli utan við gildissvið laganna og í ljósi þess að umrædd lög falla brott 31. desember 2023, þykir heppilegra að lögfesta sérlög sem varða heimilið á Hjalteyri. „Stefnt er að því að ljúka megi samfélagslegu uppgjöri vegna vistheimilisins á Hjalteyri með aðgengilegum og einföldum hætti, sem gæti orðið til verulegra hagsbóta fyrir þá einstaklinga sem málið varðar þar sem unnt yrði að skoða og afgreiða mál þeirra nokkuð greiðlega.“ Barnaheimilið á Hjalteyri Alþingi Vistheimili Kynferðisofbeldi Hörgársveit Akureyri Félagsmál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu sem finna má á vef stjórnarráðsins. Þar kemur jafnframt fram að frumvarpið muni gera kleift að taka á málum einstaklinga sem urðu fyrir varanlegum skaða af illri meðferð eða ofbeldi þegar þeir voru vistaðir sem börn á heimilinu á tímabilinu 1972-1979. „Frumvarpið heimilar stjórnvöldum greiðslu sanngirnisbóta til þeirra sem urðu fyrir misgjörðum á heimilinu, í samræmi við þá stefnu sem var afmörkuð sanngirnisbótum frá upphafi.“ Vísir hefur fjallað ítarlega um hörmulegt hlutskipti barna sem vistuð voru á Hjalteyri: Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. „Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu,“ segir meðal annars í fréttaröð Berghildar Erlu Bernharðsdóttur sem birtist fyrir um ári. Greiðsla sanngirnisbóta talin réttlætanleg Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu nú segir að vistheimið hefði með réttu hafa átt að hljóta rannsókn vistheimilanefndar á sínum tíma. „Skýrsla starfshóps á vegum dómsmálaráðuneytisins og fyrri umfjöllun vistheimilanefndar styðja við þær frásagnir sem hafa komið upp undanfarið, þ.e. að einstaklingar sem þar voru vistaðir kunni að hafa orðið fyrir illri meðferð eða ofbeldi. Sú staða réttlætir að gerðar séu upp misgjörðir á heimilinu með greiðslu sanngirnisbóta, og er talið rétt að það verði gert með sambærilegum hætti og gagnvart þeim sem voru vistaðir á stofnunum fyrir fötluð börn. Þykja sjónarmiðin sem upphaflega lágu til grundvallar framkvæmd sanngirnisbóta og stefnan sem hefur verið afmörkuð í þessum efnum styðja enn frekar við þá niðurstöðu.“ Þá er sagt að nauðsynlegt sé að lögfesta heimildir stjórnvalda til að ljúka uppgjöri sanngirnisbóta við einstaklinga sem urðu fyrir varanlegum skaða af illri meðferð eða ofbeldi á vistheimilinu á Hjalteyri, enda séu bótakröfurnar fyrndar og greiðsla bóta því umfram lagaskyldu. Nauðsynlegt að mæla fyrir um sértækar heimildir Því er talið nauðsynlegt að mæla fyrir um sértækar heimildir til að greiða sanngirnisbætur vegna misgjörða á heimilinu þar sem gildissvið laga um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum fyrir fötluð börn, takmarkast við stofnanir sem voru starfræktar á vegum hins opinbera fyrir fötluð börn. Vistheimilið á Hjalteyri falli utan við gildissvið laganna og í ljósi þess að umrædd lög falla brott 31. desember 2023, þykir heppilegra að lögfesta sérlög sem varða heimilið á Hjalteyri. „Stefnt er að því að ljúka megi samfélagslegu uppgjöri vegna vistheimilisins á Hjalteyri með aðgengilegum og einföldum hætti, sem gæti orðið til verulegra hagsbóta fyrir þá einstaklinga sem málið varðar þar sem unnt yrði að skoða og afgreiða mál þeirra nokkuð greiðlega.“
Barnaheimilið á Hjalteyri Alþingi Vistheimili Kynferðisofbeldi Hörgársveit Akureyri Félagsmál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira