Innlent

Eldurinn á lögreglustöðinni rannsakaður sem íkveikja

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Lögreglustöðin Hverfisgötu
Lögreglustöðin Hverfisgötu Vísir/Vilhelm

Héraðssaksóknari rannsakar eld, sem borinn var inn í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu, vegna gruns um íkveikju.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá samskiptastjóra ríkislögreglustjóra. Þar kemur jafnframt fram að málið sé einnig rannsakað sem brot gegn valdstjórninni. 

„Varðstjóri á vakt varð strax eldsins var og með snarræði náði hann að slökkva eldinn í anddyrinu með handslökkvitæki. Málið var tilkynnt héraðssaksóknara og fer hann með rannsókn málsins þar sem um er að ræða meinta tilraun til íkveikju og eftir atvikum meint brot gegn valdstjórninni,“ segir í tilkynningu.

Uppfært klukkan 16:46.

Þegar fréttastofa náði tali af Þóru Jónasdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóni sagðist hún ekki geta gefið neinar frekari upplýsingar um það hvort einhver liggi undir grun vegna málsins. Aðspurð gat hún ekki heldur gefið nánari upplýsingar um atburðarásina.   



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×