Innlent

Rýma hús vegna snjóflóðahættu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Bílar voru á kafi í snjó eftir snjóflóð í Reynisfjalli á jóladagsnótt. Nú er búið að rýma tvö hús á sama svæði vegna snjóflóðahættu.
Bílar voru á kafi í snjó eftir snjóflóð í Reynisfjalli á jóladagsnótt. Nú er búið að rýma tvö hús á sama svæði vegna snjóflóðahættu. Aðsend

Tvö hús að Höfðabrekku í Mýrdal, austan Víkur, voru rýmd um kvöldmatarleytið vegna mögulegrar snjóflóðahættu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Húsin sem rýmd voru tilheyra hóteli á staðnum, annars vegar gistirými og hins vegar þjónustuhús. Voru gestir fluttir í annað húsnæði sem tilheyrir sama hóteli.

Kyngt hefur snjó á svæðinu síðustu daga og var þjóðvegi 1 lokað í kvöld milli Hvolsvallar og Kirkjubæjarklausturs Verður ákvörðun um frekari lokanir á því svæði tekin af Vegagerðinni á morgun, 27. desember kl. 9.

 Aðfaranótt jóladags féll snjóflóð í Reynisfjalli að bænum Garði í Reynishverfi í nótt. Enginn slasaðist en bílar voru á kafi í snjó eftir flóðið.

Þá féll snjóflóð í Skagafirði milli bæjanna Stekkjarbóls og Hólkots í Unadal vestur af Hofsósi fyrir klukkan eitt í dag. Björgunarsveitin Grettir var kölluð út en fimmtán hross voru á svæðinu þar sem snjóflóðið féll.


Tengdar fréttir

Bílar á kafi eftir snjóflóð í Reynisfjalli

Snjóflóð féll í Reynisfjalli að bænum Garði í Reynishverfi í nótt. Enginn slasaðist en bílar eru á kafi í snjó. Ekki er talinn hætta á frekari snjóflóðum á svæðinu.

Fimm­tán hross dauð eftir snjó­flóð nærri Hofs­ósi

Snjóflóð féll í Skagafirði milli bæjanna Stekkjarbóls og Hólkots í Unadal vestur af Hofsósi fyrir klukkan eitt í dag. Björgunarsveitin Grettir var kölluð út en fimmtán hross voru á svæðinu þar sem snjóflóðið féll.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×