Ætluðu að labba fimm kílómetra niður að Reynisfjöru í klofdjúpum snjó Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. desember 2022 16:45 Landeigandi veltir því fyrir sér hvort upplýsingagjöf hafi verið fullnægjandi, eða hvort ferðamenn vanmeti veðuráttuna. Vísir/Vilhelm Ferðamenn ætluðu að labba niður í Reynisfjöru, um fimm kílómetra aðra leið, í kafsnjó og fimbulkulda. Landeigandi hringdi á lögreglu sem sett hefur upp lokunarpósta við veginn. Vegurinn niður að Reynisfjöru hefur verið ófær vegna fannfergis í dag og hefur því ekki verið hægt að keyra niður að fjörunni. Ferðamenn létu snjóinn ekki stoppa sig, lögðu bílunum við þjóðveginn og ætluðu að labba niður eftir, rétt fyrir myrkur. Leiðin er um fimm kílómetra löng; tíu kílómetrar fram og til baka. Íris Guðnadóttir landeigandi segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki séð jafn mikinn snjó í fleiri áratugi. „Ég lít út um gluggann og sé 25 manna strollu sem er að ganga niður í Reynisfjöru. Og það er náttúrulega klofdjúpur snjór sums staðar og það er ekkert búið að ryðja veginn.“ Hún segist hafa haft samband við lögregluna sem þá var mætt á staðinn við afleggjarann til að passa að fleira fólk færi ekki fótgangandi niður að fjörunni. „Ég hugsa að ég rúlli bara og athugi með fólk því það er svolítið löng leið að labba til baka í myrkrinu, ef maður er orðinn kaldur, búinn að labba fimm kílómetra í miklum snjó og labba svo fimm kílómetra til baka,“ segir Íris. Á staðinn er nú mættur veghefill til að ryðja veginn en vegurinn var algjörlega ófær. Hún segir að stórar dráttarvélar hafi ekki einu sinni dugað til. „Þetta blessaðist allt saman sem betur fer. Ef veghefillinn hefði ekki komið þá hefði bara þurft að senda snjóbíl eða eitthvað slíkt til að sækja þetta fólk.“ Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. 23. nóvember 2022 23:00 „Það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa“ Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í gærkvöldi. Einn landeigenda segir mjög gott hljóð vera í hópnum og fundinn hafa gengið vel. Strax á föstudag hefst formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 22. júní 2022 14:35 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Fleiri fréttir Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Sjá meira
Vegurinn niður að Reynisfjöru hefur verið ófær vegna fannfergis í dag og hefur því ekki verið hægt að keyra niður að fjörunni. Ferðamenn létu snjóinn ekki stoppa sig, lögðu bílunum við þjóðveginn og ætluðu að labba niður eftir, rétt fyrir myrkur. Leiðin er um fimm kílómetra löng; tíu kílómetrar fram og til baka. Íris Guðnadóttir landeigandi segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki séð jafn mikinn snjó í fleiri áratugi. „Ég lít út um gluggann og sé 25 manna strollu sem er að ganga niður í Reynisfjöru. Og það er náttúrulega klofdjúpur snjór sums staðar og það er ekkert búið að ryðja veginn.“ Hún segist hafa haft samband við lögregluna sem þá var mætt á staðinn við afleggjarann til að passa að fleira fólk færi ekki fótgangandi niður að fjörunni. „Ég hugsa að ég rúlli bara og athugi með fólk því það er svolítið löng leið að labba til baka í myrkrinu, ef maður er orðinn kaldur, búinn að labba fimm kílómetra í miklum snjó og labba svo fimm kílómetra til baka,“ segir Íris. Á staðinn er nú mættur veghefill til að ryðja veginn en vegurinn var algjörlega ófær. Hún segir að stórar dráttarvélar hafi ekki einu sinni dugað til. „Þetta blessaðist allt saman sem betur fer. Ef veghefillinn hefði ekki komið þá hefði bara þurft að senda snjóbíl eða eitthvað slíkt til að sækja þetta fólk.“
Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. 23. nóvember 2022 23:00 „Það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa“ Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í gærkvöldi. Einn landeigenda segir mjög gott hljóð vera í hópnum og fundinn hafa gengið vel. Strax á föstudag hefst formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 22. júní 2022 14:35 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Fleiri fréttir Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Sjá meira
Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. 23. nóvember 2022 23:00
„Það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa“ Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í gærkvöldi. Einn landeigenda segir mjög gott hljóð vera í hópnum og fundinn hafa gengið vel. Strax á föstudag hefst formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 22. júní 2022 14:35